Jón Daði: Kominn tími til að skora þetta landsliðsmark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 12:00 Jón Daði fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm „Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
„Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46
Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51