Owen skaut til baka á Shearer: Reyndir allt þú gast til að komast frá Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 16:00 Shearer og Owen fagna marki með Newcastle United. vísir/getty Skotin gengu á milli gömlu samherjanna hjá Newcastle United og enska landsliðinu, Michael Owen og Alan Shearer, á Twitter í dag. Ástæða skeytasendinganna er ný ævisaga Owens, Reboot - My Life, My Time. Shearer hafði lítinn húmor fyrir ummælum Owens um Newcastle í henni.Owen segir að hann hafi gert mistök þegar hann fór til Newcastle 2005. Hann hafi þá tekið skref niður á við á sínum ferli. Owen segir einnig að Newcastle væri stórt félag aðeins að því leyti að það væri með stóran heimavöll og ætti marga stuðningsmenn. Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, deildi myndbandi á Twitter þar Owen talar um að hann hafi ekki geta beðið eftir því að hætta síðustu árin sín á ferlinum. „Já Michael, við hugsuðum það sama, meðan á 120.000 punda vikulaunum,“ skrifaði Shearer í færslunni.Yes Michael, we thought that also, whilst on £120k a week..... @nufchttps://t.co/bzzEDdjdN1pic.twitter.com/I4CdsQcKKr — Alan Shearer (@alanshearer) September 3, 2019 Owen var fljótur að svara fyrir sig og sendi Shearer væna pillu. „Ekki viss um að þú sért eins tryggur Newcastle eins og þú segist vera félagi. Mig rámar í að þú hafir verið hársbreidd frá því að semja við Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt sem þú gast til að komast í burtu,“ skrifaði Owen á Twitter.Not sure you are as loyal to Newcastle as you make out mate. I distinctly remember you being inches away from signing for Liverpool after Sir Bobby Robson put you on the bench. You tried everything to get out. https://t.co/ZQBrlojeEv — michael owen (@themichaelowen) September 3, 2019 Ekki hefur gróið um heilt á milli Owens og Shearers eftir tímabilið 2008-09 þegar Newcastle féll. Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga því frá falli. Í bókinni segir Owen að hann hafi verið gerður að blóraböggli og kennt um það sem aflaga fór hjá Newcastle. Owen segir að Shearer hafi verið ósáttur við sig og sakað sig um að hugsa bara um næsta samning. Frá lokaleik tímabilsins 2008-09, þegar Newcastle féll eftir tap fyrir Aston Villa, hafa Owen og Shearer ekki talast við. Owen segir að það hafi verið synd því þeir hafi verið góðir félagar. Owen og Shearer léku saman hjá Newcastle tímabilið 2005-06 og þá voru þeir samherjar í enska landsliðinu á árunum 1998-2000.Shearer setur Owen inn á í lokaleik tímabilsins 2008-09. Newcastle tapaði þá fyrir Aston Villa og féll.vísir/getty Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Skotin gengu á milli gömlu samherjanna hjá Newcastle United og enska landsliðinu, Michael Owen og Alan Shearer, á Twitter í dag. Ástæða skeytasendinganna er ný ævisaga Owens, Reboot - My Life, My Time. Shearer hafði lítinn húmor fyrir ummælum Owens um Newcastle í henni.Owen segir að hann hafi gert mistök þegar hann fór til Newcastle 2005. Hann hafi þá tekið skref niður á við á sínum ferli. Owen segir einnig að Newcastle væri stórt félag aðeins að því leyti að það væri með stóran heimavöll og ætti marga stuðningsmenn. Shearer, sem er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle, deildi myndbandi á Twitter þar Owen talar um að hann hafi ekki geta beðið eftir því að hætta síðustu árin sín á ferlinum. „Já Michael, við hugsuðum það sama, meðan á 120.000 punda vikulaunum,“ skrifaði Shearer í færslunni.Yes Michael, we thought that also, whilst on £120k a week..... @nufchttps://t.co/bzzEDdjdN1pic.twitter.com/I4CdsQcKKr — Alan Shearer (@alanshearer) September 3, 2019 Owen var fljótur að svara fyrir sig og sendi Shearer væna pillu. „Ekki viss um að þú sért eins tryggur Newcastle eins og þú segist vera félagi. Mig rámar í að þú hafir verið hársbreidd frá því að semja við Liverpool eftir að Sir Bobby Robson setti þig á bekkinn. Þú reyndir allt sem þú gast til að komast í burtu,“ skrifaði Owen á Twitter.Not sure you are as loyal to Newcastle as you make out mate. I distinctly remember you being inches away from signing for Liverpool after Sir Bobby Robson put you on the bench. You tried everything to get out. https://t.co/ZQBrlojeEv — michael owen (@themichaelowen) September 3, 2019 Ekki hefur gróið um heilt á milli Owens og Shearers eftir tímabilið 2008-09 þegar Newcastle féll. Shearer stýrði Newcastle í síðustu átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga því frá falli. Í bókinni segir Owen að hann hafi verið gerður að blóraböggli og kennt um það sem aflaga fór hjá Newcastle. Owen segir að Shearer hafi verið ósáttur við sig og sakað sig um að hugsa bara um næsta samning. Frá lokaleik tímabilsins 2008-09, þegar Newcastle féll eftir tap fyrir Aston Villa, hafa Owen og Shearer ekki talast við. Owen segir að það hafi verið synd því þeir hafi verið góðir félagar. Owen og Shearer léku saman hjá Newcastle tímabilið 2005-06 og þá voru þeir samherjar í enska landsliðinu á árunum 1998-2000.Shearer setur Owen inn á í lokaleik tímabilsins 2008-09. Newcastle tapaði þá fyrir Aston Villa og féll.vísir/getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Michael Owen segir það ranga ákvörðun að hafa ekki farið aftur til Liverpool Michael Owen sér eftir því að hafa ekki farið aftur til Liverpool þegar hann kom aftur til Englands frá Real Madrid sumarið 2015. 3. september 2019 11:30