Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2019 14:30 Svörtu Sandar og Magaluf. Stöð 2 Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. Fyrri serían ber nafnið Svörtu Sandar í leikstjórn Baldvins Z. Um er að ræða magnþrungna glæpaseríu um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton og Andra Óttarsson. Seinni serían ber nafnið Magaluf og er þar um að ræða gamanþáttaseríu um plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood í Ármúla árið 1979, sem ræður sig sem fararstjóra til Spánar til þess að endurheimta æskuástina. Serían er úr smiðju Ragnars Bragasonar, eins af höfundum Vaktaseríanna, skrifuð í samstarfi við Snjólaugu Lúðvíksdóttur og Magnús Leifsson sem jafnframt verður leikstjóri verksins. Steindi Jr. mun fara með aðalhlutverkið. „Við erum gríðarlega spennt að skrifa undir þróunarsamninga um þessar tvær þáttaraðir sem eitt af mikilvægum skrefum okkar í stóraukinni sókn í framleiðslu á íslensku efni á Stöð 2,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla Sýnar. Þórhallur Gunnarsson, Baldvin Z og Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Góðir landsmenn Menning Svörtu sandar Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. Fyrri serían ber nafnið Svörtu Sandar í leikstjórn Baldvins Z. Um er að ræða magnþrungna glæpaseríu um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton og Andra Óttarsson. Seinni serían ber nafnið Magaluf og er þar um að ræða gamanþáttaseríu um plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood í Ármúla árið 1979, sem ræður sig sem fararstjóra til Spánar til þess að endurheimta æskuástina. Serían er úr smiðju Ragnars Bragasonar, eins af höfundum Vaktaseríanna, skrifuð í samstarfi við Snjólaugu Lúðvíksdóttur og Magnús Leifsson sem jafnframt verður leikstjóri verksins. Steindi Jr. mun fara með aðalhlutverkið. „Við erum gríðarlega spennt að skrifa undir þróunarsamninga um þessar tvær þáttaraðir sem eitt af mikilvægum skrefum okkar í stóraukinni sókn í framleiðslu á íslensku efni á Stöð 2,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla Sýnar. Þórhallur Gunnarsson, Baldvin Z og Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.
Góðir landsmenn Menning Svörtu sandar Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein