Enski boltinn

Meistararnir vilja fá miðvörð Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skriniar er einn besti miðvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Skriniar er einn besti miðvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Manchester City vill fá Milan Skriniar, miðvörð Inter, þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður aftur í janúar. Express greinir frá.

City er aðeins með einn leikfæran miðvörð, Nicolás Otemendi, sem stendur. 

John Stones er lítillega meiddur og þá verður Aymeric Laporte frá í nokkra mánuði vegna hnémeiðsla. Vincent Kompany yfirgaf City í sumar og félagið keypti ekki miðvörð í hans stað.

Skriniar er efstur á óskalista City. Slóvakinn hefur leikið einkar vel með Inter síðan hann kom til liðsins frá Sampdoria fyrir tveimur árum.

Skriniar, sem er 24 ára, hefur leikið 26 landsleiki fyrir Slóvakíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×