Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2019 08:42 Veiðivötn er mikið sótt af veiðimönnum yfir sumarið. Atli Bergman með væann fisk úr vötnunum í sumar. Mynd: Atli Bergman FB Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. Alls veiddust 9.659 urriðar og 10.734 bleikjur. Síðustu dagana glæddist veiði nokkuð eftir heldur erfið skilyrði dagana á undan en alls var heildarveiði upp á 1.196 fiska síðustu vikuna en þar af veiddust 640 urriðar í Litlasjá og 157 í Hraunvötnum. SNjóölduvatn er með bestu veiðina í sumar en þar veiddust 5.649 fiskar, mest bleikja, en það er mikið af bleikju í vatninu en líka nokkur urriði. Þyngsti fiskurinn er 16,06 pd urriði úr Grænavatni, sem kom á land í síðustu veiðivikunni. Fleiri stórir fiskar fengust úr Grænavatni í þessari síðustu viku, tveir 14 -15 pd auk þessa stóra. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,34 pd og mesta meðalþyngd er í Grænavatni 2,97 pd. Einnig er góð meðalþyngd úr Ónýtavatni fremra, Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó. Veiðimenn sem sækja í vötnin eru nú þegar farnir að bóka sér daga næsta sumar nema þeir séu búnir að því en ásóknin í Veiðivötnin er alltaf góð og þetta frábæra vatnasvæði á sér stórann hóp aðdáenda sem heldur mikilli tryggð við svæðið. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. Alls veiddust 9.659 urriðar og 10.734 bleikjur. Síðustu dagana glæddist veiði nokkuð eftir heldur erfið skilyrði dagana á undan en alls var heildarveiði upp á 1.196 fiska síðustu vikuna en þar af veiddust 640 urriðar í Litlasjá og 157 í Hraunvötnum. SNjóölduvatn er með bestu veiðina í sumar en þar veiddust 5.649 fiskar, mest bleikja, en það er mikið af bleikju í vatninu en líka nokkur urriði. Þyngsti fiskurinn er 16,06 pd urriði úr Grænavatni, sem kom á land í síðustu veiðivikunni. Fleiri stórir fiskar fengust úr Grænavatni í þessari síðustu viku, tveir 14 -15 pd auk þessa stóra. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,34 pd og mesta meðalþyngd er í Grænavatni 2,97 pd. Einnig er góð meðalþyngd úr Ónýtavatni fremra, Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó. Veiðimenn sem sækja í vötnin eru nú þegar farnir að bóka sér daga næsta sumar nema þeir séu búnir að því en ásóknin í Veiðivötnin er alltaf góð og þetta frábæra vatnasvæði á sér stórann hóp aðdáenda sem heldur mikilli tryggð við svæðið.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði