Öfgahópar gætu sprottið upp í Líbíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 07:30 Hermaður úr liði hinnar alþjóðlega samþykktu ríkisstjórnar sést hér munda riffilinn sinn. Nordicphotos/AFP Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása. Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása.
Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira