Enski boltinn

Leicester áfram taplausir og Watford náði í sitt fyrsta stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Leicester fagna marki Youri Tielemans.
Leikmenn Leicester fagna marki Youri Tielemans. vísir/getty
Leicester er áfram taplaust eftir fyrstu fjóra leikina í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Bournemouth á heimavelli í dag.

Jamie Vardy skoraði fyrsta markið á 12. mínútu en Callum Wilson jafnaði metin fyrir gestina frá suðurströndinni þremur mínútum síðar.

Youri Tielemans kom Leicester aftur yfir fyrir hlé og Jamie Vardy skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leicester stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Leicester er í 3. sæti deildarinar með átta stig eftir fyrstu fjóra leikina en Bournemouth er með fjögur stig.





Aston Villa náði ekki að fylgja á eftir góðum sigri á Everton í síðustu umferð en þeir töpuðu 1-0 fyrir Crystal Palace á útivelli.

Þeir léku einum færri frá 54. mínútu er Mahmoud Trezeguet fékk sitt annað gula spjald og Jordan Ayew skoraði sigurmarkið á 73. mínútu.

Palace er með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina og hafa nú unnið tvo leiki í röð. Aston Villa er með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Sebastian Haller og Andriy Yarmolenko tryggðu West Ham annan sigur leiktíðarinnar er þeir unnu 2-0 sigur á Norwich. West Ham með sjö stig en nýliðarnir með þrjú.





Will Hughes kom Watford yfir á 2. mínútu gegn Newcastle en Fabian Schar jafnaði skömmu fyrir hlé. Lokatölur 1-1. Newcastle er með fjögur stig en þetta var fyrsta stig Watford.

Öll úrslit dagsins:

Southampton - Manchester United 1-1

Chelsea - Sheffield United 2-2

Crystal Palace - Aston Villa 1-0

Leicester - Bournemouth 3-1

Manchester City - Brighton 4-0

Newcastle - Watford 1-1

West Ham - Norwich 2-0

16.30 Burnley - Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×