Balotelli spilaði með Marseille á síðustu leiktíð en hann lék með AC Milan á láni tímabilið 2015/2016. Hann snýr því til baka til Ítalíu eftir þriggja ára dvöl í Frakklandi með Nice og Marseille.
„Þegar ég sagði henni að ég væri að fara spila í Brescia þá byrjaði hún að gráta. Ég bað hana um skoðun á þessu en hún grét bara,“ sagði Balotelli.
“I asked her for an opinion, but she cried.”
Mario Balotelli's mother is delighted to see her son back in Italy https://t.co/00JxHv8WwO
— Goal News (@GoalNews) August 19, 2019
Spekingarnir hafa áhyggjur af því að Balotelli sé að setjast nánast í helgan stein með þessum samningi en því er Balotelli ekki sammála.
„Það lítur út fyrir það að þú ert hræddari um að þetta mistakist en ég. Ég er ekki hræddur. Nákvæmlega ekkert. Ég er fínn, ég er rólegur. Þetta er heimili mitt.“
Síðast þegar Balotelli lék á Ítalíu varð hann regulega fyrir kynþáttafordómum en hann vonast til að það heyri sögunni til.
„Ég veit ekki við hverju á að búast. Ég vona að svona hlutir gerist ekki eins og í fortíðinni.“