Rjómagul strætóskýli Kolbeinn Marteinsson skrifar 22. ágúst 2019 07:45 Vinnuskóli Kópavogs var fyrsta launaða vinnan mín. Þar var mér fljótt úthlutað krefjandi verkefni við málningarvinnu. Ákveðið hafði verið að mála dökkgræn strætóskýli bæjarins rjómagul. Mér var því ekið á verkstað ásamt Sævari félaga mínum með pensla og lakk. Þetta gekk frekar hægt hjá okkur og eftir 2-3 daga puð kom flokksstjóri okkar nöldrandi og sagði þetta ganga hægar en hjá öðrum. Að mála með lakkmálningu er erfiðisvinna og þolinmæðisverk. Lakkið er seigt og þykkt og dreifa þarf úr því með mörgum löngum strokum. Eftir fyrstu vinnuvikuna náðum við þó að mála strætóskýlið að innan. En þá var ytra byrðið eftir. Þá fengum við góða hugmynd. Í stað hefðbundinna og seinlegra vinnubragða varð úr að annar okkar klifraði upp á skýlið og hellti lakkinu niður þannig að það rann niður eftir þaki og hliðum. Síðan reyndum við að dreifa úr seigu lakkinu með penslum og þekja sem mest. Verkið gekk mun hraðar með þessu móti og fljótlega var hálft skýlið þakið hnausþykku gulu lagi. Verra var þó að lakkið kláraðist mun fyrr með þessu móti. Þegar flokksstjóri kom svo við, hrósaði hann okkur fyrir aukin afköst en brýndi fyrir okkur að dreifa betur úr lakkinu og lét okkur fá meira lakk. Með sömu tækni var skýlið fullmálað á einum degi. Við dagslok kom svo flokksstjórinn og hóf mikinn reiðilestur. Okkur var nokkuð brugðið enda búist við hrósi fyrir dugnað. Einhver smásálin hafði þá hringt í bæjarskrifstofur með lýsingum á nýstárlegri vinnutækni okkar. Vinnuskólinn kenndi mér kannski ekki að vinna, en hann kenndi mér þó eitt. Þegar maður lakkar skal setja lítið efni á pensilinn og dreifa úr því með mörgum löngum strokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Vinnuskóli Kópavogs var fyrsta launaða vinnan mín. Þar var mér fljótt úthlutað krefjandi verkefni við málningarvinnu. Ákveðið hafði verið að mála dökkgræn strætóskýli bæjarins rjómagul. Mér var því ekið á verkstað ásamt Sævari félaga mínum með pensla og lakk. Þetta gekk frekar hægt hjá okkur og eftir 2-3 daga puð kom flokksstjóri okkar nöldrandi og sagði þetta ganga hægar en hjá öðrum. Að mála með lakkmálningu er erfiðisvinna og þolinmæðisverk. Lakkið er seigt og þykkt og dreifa þarf úr því með mörgum löngum strokum. Eftir fyrstu vinnuvikuna náðum við þó að mála strætóskýlið að innan. En þá var ytra byrðið eftir. Þá fengum við góða hugmynd. Í stað hefðbundinna og seinlegra vinnubragða varð úr að annar okkar klifraði upp á skýlið og hellti lakkinu niður þannig að það rann niður eftir þaki og hliðum. Síðan reyndum við að dreifa úr seigu lakkinu með penslum og þekja sem mest. Verkið gekk mun hraðar með þessu móti og fljótlega var hálft skýlið þakið hnausþykku gulu lagi. Verra var þó að lakkið kláraðist mun fyrr með þessu móti. Þegar flokksstjóri kom svo við, hrósaði hann okkur fyrir aukin afköst en brýndi fyrir okkur að dreifa betur úr lakkinu og lét okkur fá meira lakk. Með sömu tækni var skýlið fullmálað á einum degi. Við dagslok kom svo flokksstjórinn og hóf mikinn reiðilestur. Okkur var nokkuð brugðið enda búist við hrósi fyrir dugnað. Einhver smásálin hafði þá hringt í bæjarskrifstofur með lýsingum á nýstárlegri vinnutækni okkar. Vinnuskólinn kenndi mér kannski ekki að vinna, en hann kenndi mér þó eitt. Þegar maður lakkar skal setja lítið efni á pensilinn og dreifa úr því með mörgum löngum strokum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun