Rjóminn frá Norðurlöndum Edda Karítas Baldursdóttir skrifar 22. ágúst 2019 08:00 Hvítur, hvítur dagur er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni verður myndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason fulltrúi Íslands. Myndin verður frumsýnd hér heima í september en hefur þegar verið ausin lofi og Ingvar E. Sigurðsson fengið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson, var framlag Íslands í fyrra og hreppti verðlaunin eftirsóttu.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í tilefni norrænu kvikmyndaverðlaunanna er tilvalið að líta af Hollywood-myndunum eina kvöldstund eða svo og tékka á einhverjum norrænum. Nokkrar verðlaunamyndir Norðurlandaráðs:Jagten (Danmörk) Mynd eftir Thomas Vinterberg sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og var einnig valin sem framlag Dana til til Óskarsverðlaunanna. Mads Mikkelsen er hér í átakanlegu hlutverki manns sem ranglega er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.Antichrist (Danmörk) Varla er hægt að fjalla um norræna kvikmyndagerð án þess að minnast á Lars von Trier. Leikstjórinn umdeildi vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 með myndinni Andkristur. Myndin fjallar um líf foreldra eftir dauða sonar þeirra. Myndin er mjög óþægileg á að horfa og er yfirgengilega ógeðfelld en um leið mikil sjónræn veisla.Louder Than Bombs (Noregur) Myndin, sem er eftir Joachim Trier, fjallar um hvernig faðir og synir hans takast á við sorgina eftir ótímabæran dauða móðurinnar. Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 en einnig var hún tilnefnd til Gullpálmans á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg fara með hlutverk í myndinni. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni verður myndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason fulltrúi Íslands. Myndin verður frumsýnd hér heima í september en hefur þegar verið ausin lofi og Ingvar E. Sigurðsson fengið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson, var framlag Íslands í fyrra og hreppti verðlaunin eftirsóttu.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í tilefni norrænu kvikmyndaverðlaunanna er tilvalið að líta af Hollywood-myndunum eina kvöldstund eða svo og tékka á einhverjum norrænum. Nokkrar verðlaunamyndir Norðurlandaráðs:Jagten (Danmörk) Mynd eftir Thomas Vinterberg sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og var einnig valin sem framlag Dana til til Óskarsverðlaunanna. Mads Mikkelsen er hér í átakanlegu hlutverki manns sem ranglega er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.Antichrist (Danmörk) Varla er hægt að fjalla um norræna kvikmyndagerð án þess að minnast á Lars von Trier. Leikstjórinn umdeildi vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 með myndinni Andkristur. Myndin fjallar um líf foreldra eftir dauða sonar þeirra. Myndin er mjög óþægileg á að horfa og er yfirgengilega ógeðfelld en um leið mikil sjónræn veisla.Louder Than Bombs (Noregur) Myndin, sem er eftir Joachim Trier, fjallar um hvernig faðir og synir hans takast á við sorgina eftir ótímabæran dauða móðurinnar. Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 en einnig var hún tilnefnd til Gullpálmans á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg fara með hlutverk í myndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein