Veiði

Frábær feðgaferð í Varmá

Karl Lúðvíksson skrifar
Ómar Smári með flottan sjóbirting úr Varmá
Ómar Smári með flottan sjóbirting úr Varmá
Stefán gaf stóra bróðir ekkert eftir og landaði þessum.
Þetta er tíminn sem sjóbirtingurinn er að byrja að ganga í árnar og það er hægt að lenda í skemmtilegum ævintýrum mjög víða.

Varmá er greinilega að vakna vel til lífsins á þessu hausti en við fengum skemmtilegan pistil frá Ómari Smára Óttarsyni sem var þar við veiðar ásamt föður sínum og litla bróður og það er óhætt að segja að þeir hafi heldur betur átt flottan veiðidag.

"Við áttum skemmtilegan dag feðgarnir í varmá síðastliðinn laugardag, enduðum með tólf fiska af öllum stærðum, Við byrjuðum daginn klukkan 10 ofarlega í ánni eða við Ármótarhylin þar tók á móti okkur bolta birtingur sem stökk vel upp úr hylnum þannig við vorum frekar spenntir og köstuðum vel og lengi á hann með öllum flugunum í boxinu en það skilaði engu nema slýdrullu í hverju einasta kasti. Þannig við ákváðum að fara neðar í ánna prufuðum flest alla staði niður að þjoðveg en það skilaði engu nema meira slýdrullu.

Við byrjuðum eftir hádegi í teljaranum sem var frekar skemmtilegt fengum sjö fiska þar sá stærsti um einhver 2 pund voru þeir að taka bæði púpur og streamera eins og flæðarmús,köttur, en ég hugsaði með mér það er svo rosalega lítið vatn það hlýtur að vera mikið af fiski einhversstaðar að bíða eftir því að ganga upp ánna þannig við ákváðum að kíkja niður á bakkana og þegar við mættum á svæðið var meira en nóg af fiski og stórum út um allt og í öllum holum en hann var mjög styggur og hræddum við mikið af fiski. Loksins tok sá fyrsti og var það hörð barátta og á land kom 81 cm sjóbirtingur og feitur djöfull svo ég var ég sáttur.

Ég byrjaði að kasta aftur með hvitum löngum streamer  setti ég aftur í í stóran fisk svona 5 minútum eftir hinn og rétti Stebba litla bróður stöngina og á land kom 77 cm birtingur. Siðan var haldið áfram og kastað niður ánna kom 76cm fiskur sem pabbi gamli landaði sáttur. Ég héltaftur áfram og fljótlega tekið var aftur og á land kom 84cm birtingur alvöru dreki, djöfull var þetta gaman voru teknar myndir og gefið líf. Ég rétti Stebba bróðir stöngina og leyfði honum að kasta eftir stutta stund öskrar hann ég er með hann og á land kom 74 cm birtingur. Við urðum bara saddir og höfum aldrei lent í öðrum eins. Það var rétt hjá mér hann var bara að bíða eftir rigningu niður frá á bökkunum. Þetta var alvöru feðgaferð."






×