Enski boltinn

Umboðsmaður Duncan lýgur segir Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Duncan á æfingu með aðalliði Liverpool.
Duncan á æfingu með aðalliði Liverpool. vísir/getty
Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hins 18 ára gamla frænda Steven Gerrard, Bobby Duncan, en umboðsmaður Duncan sakaði félagið um að eyðileggja líf leikmannsins.

Ítalska félagið Fiorentina hefur mikinn áhuga á Duncan og hann vill fara þangað en fær ekki. „Það er sorglegt að félag eins og Liverpool komist upp með andlegt einelti í garð leikmanns og eyðileggi líf hans,“ sagði umboðsmaðurinn Saif Rubie.

Liverpool hefur vísað þessum ásökunum umbans til föðurhúsanna. Það segir sorglegt að horfa upp á umboðsmanninn fara með rangt mál í fjölmiðlum og hreinlega ljúga.

Duncan kom til félagsins árið 2018 frá Man. City og skoraði 32 mörk fyrir U-18 ára lið Liverpool á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×