Upphitun: Formúlan snýr aftur eftir sumarfrí Bragi Þórðarson skrifar 29. ágúst 2019 17:15 Búast má við fjölmörgum Varsteppan aðdáendum á Spa um helgina. Getty Þrettánda umferðin í Formúlu 1 fer fram um helgina á einni mögnuðustu kappakstursbraut í heimi, Spa Francorchamps í Belgíu. Mercedes er svo gott sem búið að tryggja sér titil bílasmiða eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Ferrari er enn án sigurs og í stað þess að vera berjast um titilinn er nú hörkuslagur um annað sætið milli ítalska liðsins og Red Bull. Uppfærða Honda vélin sem Red Bull fékk fyrir Mónakó kappaksturinn hefur reynst afar góð. Undanfarin ár hefur liðið aldrei getað keppt um sigur á Spa þar sem mikið afl er lykilatriði í Belgíu. Núna með Honda vélar má búast við Red Bull í toppslagnum um helgina.Mercedes er með 150 stiga forskot í keppni bílasmiðaGettyGetur Verstappen stöðvað Hamilton?Lewis Hamilton er nánast öruggur með titil ökuþóra. Eini ökumaðurinn sem lýtur út fyrir að geta stöðvað Bretann er Max Verstappen. Hollendingurinn er eini ökuþórinn sem unnið hefur keppni í ár sem keyrir ekki fyrir Mercedes. Verstappen er hálfur Belgi og getur hann því búist við gríðarlegum stuðningi um helgina frá hans fjölmörgu aðdáendum. Eins og áður segir er Spa ein magnaðasta kappakstursbraut í heimi. Nánast hver einasta beygja er goðsagnarkennd en þar má helst nefna Eau Rouge. Nútíma Formúlu bíll getur tekið beygjuna á rúmlega 300 kílómetra hraða. Hallinn upp fjörtíu metra háu brekkuna í beygjunni nær mest 17 prósentum. Að vanda verður hægt að fylgjast með kappakstrinum, tímatökum og æfingum í þráðbeinni á Stöð 2 Sport.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: Laugardagur 31. ágúst 09:55 Æfing Laugardagur 31. ágúst 12:50 Tímataka Sunnudagur 1. september 12:50 Kappakstur Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þrettánda umferðin í Formúlu 1 fer fram um helgina á einni mögnuðustu kappakstursbraut í heimi, Spa Francorchamps í Belgíu. Mercedes er svo gott sem búið að tryggja sér titil bílasmiða eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Ferrari er enn án sigurs og í stað þess að vera berjast um titilinn er nú hörkuslagur um annað sætið milli ítalska liðsins og Red Bull. Uppfærða Honda vélin sem Red Bull fékk fyrir Mónakó kappaksturinn hefur reynst afar góð. Undanfarin ár hefur liðið aldrei getað keppt um sigur á Spa þar sem mikið afl er lykilatriði í Belgíu. Núna með Honda vélar má búast við Red Bull í toppslagnum um helgina.Mercedes er með 150 stiga forskot í keppni bílasmiðaGettyGetur Verstappen stöðvað Hamilton?Lewis Hamilton er nánast öruggur með titil ökuþóra. Eini ökumaðurinn sem lýtur út fyrir að geta stöðvað Bretann er Max Verstappen. Hollendingurinn er eini ökuþórinn sem unnið hefur keppni í ár sem keyrir ekki fyrir Mercedes. Verstappen er hálfur Belgi og getur hann því búist við gríðarlegum stuðningi um helgina frá hans fjölmörgu aðdáendum. Eins og áður segir er Spa ein magnaðasta kappakstursbraut í heimi. Nánast hver einasta beygja er goðsagnarkennd en þar má helst nefna Eau Rouge. Nútíma Formúlu bíll getur tekið beygjuna á rúmlega 300 kílómetra hraða. Hallinn upp fjörtíu metra háu brekkuna í beygjunni nær mest 17 prósentum. Að vanda verður hægt að fylgjast með kappakstrinum, tímatökum og æfingum í þráðbeinni á Stöð 2 Sport.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: Laugardagur 31. ágúst 09:55 Æfing Laugardagur 31. ágúst 12:50 Tímataka Sunnudagur 1. september 12:50 Kappakstur
Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira