Tónlist

Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“

Andri Eysteinsson skrifar
Auður lék á gítar í laginu Jákvæður.
Auður lék á gítar í laginu Jákvæður. Vísir/Daníel Ágústsson
Laugardaginn 24. ágúst síðastliðinn var Menningarnótt haldin hátíðleg í Reykjavík með tilheyrandi viðburðum. Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson.

Auður tók alla sína helstu slagara, þar á meðal lögin Siðblindur, 2020 og Freðinn af plötunni Afsakanir sem kom út á síðasta ári. Síðastnefnda lagið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í vikunni eftir að formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Bjarnheiður Hallsdóttir, skrifaði pistil þar sem hún kafaði ofan í texta lagsins og sagði textann upphefja vímuefnanotkun.

Sjá einnig: Auður fær það óþvegið frá formanni SAF



Auður flutti sjö af sínum lögum í Garðpartýinu en þau voru:

Þreyttur,

Siðblindur,

Jákvæður, sem flutt var ásamt söngkonunni Matthildi

Ósofinn, sem flutt var ásamt rapparanum GKR

2020,

Freðinn,

Enginn eins og þú.



Sjá og heyra mátti að hinn hvítklæddi og ljóshærði Auður var í miklustuði á sviðinu og leyfði áhorfendaskaranum að taka undir láta í sér heyra.

Að loknum tónleikunum voru skilaboð Auðs einföld, hann þakkaði fyrir sig og bað áhorfendur um að hafa kærleikann að leiðarljósi. Svo mörg voru þau orð en sjá má allan flutning Auðs á Menningarnótt í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Auður gefur út nýtt lag

Auðunn Lúthersson betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Auður gefur út nýtt lag í dag og ber það nafnið Enginn eins og þú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.