Þetta sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Parísarliðinu, Leonardo, er hann var spurður út í stöðuna á Neymar og hvort að hann væri á leið til Barcelona eða Real Madrid.
„Málin eru komin lengra en áður en það hefur ekki verið komist að neinu samkomulagi,“ sagði Leonardo er hann ræddi við fréttamenn fyrr í dag.
Paris Saint-Germain director Leonardo on Neymar's Barcelona return:
"Talks are more advanced than before, but no agreement. We will see what happens - everybody needs the future to be defined."
pic.twitter.com/XAwZ1zkQDg
— Goal (@goal) August 10, 2019
„Við munum sjá hvað gerist. Allir þurfa að fá framtíðina á hreint,“ en PSG hefur tilkynnt að Neymar verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Nimes annað kvöld.
Bæði Barcelona og Real Madrid eru sögð áhugasöm um kappann sem lék á sínum tíma með Barcelona. Verðmiði PSG á Neymar hefur þó verið sagður of hár en fróðlegt verður að sjá hvað gerist á næstu vikum.