Neymar hefur verið til mikilla vandræða í sumar en hann vill komast burt frá Frakklandi. Real Madrid og Barcelona eru sögð áhugasöm en verðmiðinn sem PSG setur á Neymar er ansi hár.
Framkoma Neymar hefur heldur ekki vakið mikla lukku meðal stuðningsmanna PSG sem létu Neymar heyra það í leik liðsins gegn Nimes á sunnudagskvöldið. Neymar var ekki í hópnum en það stöðvaði ekki stuðningsmenn PSG.
Neymar's sister hits back at PSG fans for criticising brother in X-rated blasthttps://t.co/Wu6HFOCSp3pic.twitter.com/JQ4us6um0m
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 12, 2019
Þetta vakti ekki mikla lukku hjá fjölskyldu Neymar og Rafaella Santos, systir Neymar, lét gamminn geysa á samfélagsmiðlum í gær.
„Hversu andstyggileg og virðingarlaus hópur af fólki sem þið eruð. Þið vilduð óska þess að þið væruð með bróður minn í ykkar liði. Þið munuð ekki vinna neitt án hans,“ sagði systirin.
Færslunni hefur nú verið eytt.