Lygilegur leikur á Parken: Níu vítaspyrnur í súginn þegar Rauða stjarnan fór áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Bláklæddir leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna sigrinum á FCK. vísir/getty Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56
Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34