Lygilegur leikur á Parken: Níu vítaspyrnur í súginn þegar Rauða stjarnan fór áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Bláklæddir leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna sigrinum á FCK. vísir/getty Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Seinni leikur FC København og Rauðu stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken í kvöld var dramatískur í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á 22. spyrnu í vítakeppni. Á endanum vann Rauða stjarnan og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FCK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Mi večeras ne spavamo! IDEMO SVI - ZVEZDA!#fkczpic.twitter.com/cyGz64xMph — FK Crvena zvezda (@crvenazvezdafk) August 13, 2019 Rauða stjarnan og FCK gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Marakana í Belgrad fyrir viku. Richmond Boakye kom gestunum yfir á 17. mínútu í leiknum á Parken í kvöld en Dame N'Doye jafnaði fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu fékk Nemanja Milunovic sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dönsku meistararnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og því þurfti að framlengja. Þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni var Pep Biel, leikmaður FCK, rekinn út af og því jafnt í liðum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og því réðust úrslitin í vítakeppni sem var lygileg.Leikmenn Rauðu stjörnunnar fagna hetjunni Milan Borjan.vísir/gettyStaðan var jöfn, 3-3, eftir fyrstu tíu spyrnurnar. Því þurfti að grípa til bráðabana. Fyrstu fjórar spyrnurnar í bráðabananum fóru forgörðum og því var enn jafnt, 3-3, eftir 14 spyrnur. Liðin skoruðu bæði úr næstu þremur spyrnum sínum og á þeim tíma voru allir leikmenn liðanna búnir að taka spyrnur, þ.á.m. markverðirnir Milan Borjan og Sten Grytebust. Í 6. umferð bráðabanans sendi Rauða stjarnan Radovan Pankov á punktinn en hann tók síðustu spyrnu liðsins áður en til bráðabanans kom. Pankov skoraði og kom serbnesku meisturunum yfir. Hinn tvítugi Jonas Wind, sem tók og skoraði úr fyrstu spyrnu FCK í vítakeppninni, fór aftur á punktinn. Í þetta sinn sá Borjan við honum, varði og tryggði Rauðu stjörnunni sigur í sannkölluðum maraþonleik. Serbarnir unnu vítakeppnina, 6-7. Alls fóru níu af 22 spyrnum í vítakeppninni í súginn, þar af fjórar í röð í fyrstu tveimur umferðum bráðabanans. Vítapunkturinn varð fljótt allur tættur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.Vítapunkturinn var í ansi slæmu ástandi, enda mikið notaður.vísir/gettyRauða stjarnan mætir Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Bern í Sviss 21. ágúst og seinni leikurinn í Belgrad sex dögum síðar.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56 Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik Krasnodar vann Porto á útivelli og tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 13. ágúst 2019 20:56
Ajax fékk þrjár vítaspyrnur gegn Sverri og félögum | Vonbrigði hjá Celtic Ajax fór áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með sigri á Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK. 13. ágúst 2019 20:34