Enski boltinn

Burnley leggur baráttunni við loftlagsvána lið: Gróðursetja tré fyrir hverja selda treyju

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýr þriðji búningur Burnley.
Nýr þriðji búningur Burnley. mynd/twitter-síða burnley
Burnley leggur baráttunni við loftslagsvána lið með afar frumlegum hætti.

Þriðji búningur Burnley var frumsýndur í gær. Treyjan er græn en stuttbuxurnar og sokkarnir svartir.



Burnley hefur gefið það út að félagið muni gróðursetja tré fyrir hverja græna treyju sem selst.

Burnley vill þar leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn eyðingu skóga og hlýnun jarðar.

Treyjan fer í sölu 31. ágúst en leikmenn Burnley klæðast henni í fyrsta sinn þegar þeir mæta Arsenal á Emirates í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Burnley vann 3-0 sigur á Southampton í 1. umferðinni. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt marka Burnley í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×