Áföll eru ekki alltaf skyndilegir atburðir Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Sara segir fólk oft ekki átta sig á því hvaða atvik eða reynsla valdi því að fólk upplifi vanlíðan. Fréttablaðið/Valli Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira
Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira