Veiði

Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa

Karl Lúðvíksson skrifar
Veiðin í Selá hefur verið mjög góð í sumar.
Veiðin í Selá hefur verið mjög góð í sumar. Mynd úr safni Orra Vigfússonar
Þegar veiðitölur vikunnar eru skoðaðar verður að segjast að líkurnar á að ástandið lagist eru heldur litlar í það minnsta í þessum mánuði.

Vatnsbúskapurinn í ánum á vesturlandi er eins lélegur og hann getur orðið og rigningarspá sem var væntanleg um miðja næsu viku hefur dregist saman en það er þó einhver rigning. Það eru aðeins fjórar ár komnar yfir 1.000 laxa og þar er Eystri Rangá á toppnum með 2.316 laxa. Selá er í öðru sæti en hún er búin að eiga aldeilis gott sumar og var á miðvikudaginn var komin í 1.002 laxa á aðeins 6 stangir sem gerir hana að annari aflahæstu ánni pr stöng í sumar. Aðeins Urriðafoss er hærri en miklu þó.

Ytri Rangá er komin yfir 1.000 laxa og Miðfjarðará líklega líka en við höfum ekki fengið töluna þaðan í dag. Tímabilinu fer að ljúka í nokkrum ánum og það er alveg ljóst að það eru litlar líkur á að það sé að koma eitthvað stökk i veiðitölur nema það fari að rigna hressilega en árnar á vesturlandi og í dölunum eru sorglega lágar í vatni og það vantar ekki lax í þær allar, bara almennilegt vatn. Það var ekki spáð neinu metsumri í sumar, það lá fyrir, enda var um lítinn hrygningarstofn að ræða eftir sumarið 2014. Þá víkur spurningunni að því hvað gerist næsta sumar en sumarið 2015 var mjög gott sumar og árnar margar hverjar fullar af laxi þegar tímabilinu lauk. Til að bæta ofan á stórann hrygningarstofn var vorið hlýtt og hitastig sjávar sömuleiðis svo við getum bara vonað að við fáum hressilega viðbót sumarið 2020 eftir þetta slaka veiðisumar sem nú fer senn að enda.






×