Baldur: Meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 21:36 Baldur fagnar markinu í kvöld. vísir/daníel Baldur Sigurðsson markaskorari Stjörnunnar í kvöld var svekktur með tap sinna manna gegn Espanyol í kvöld og sagði þá einfaldlega hafa verið að mæta sterkara liði. „Við vorum bara að mæta betra liði. Fyrsta markið var full auðvelt, við hefðum viljað halda núllinu lengur. Hann labbaði bara í gegn en svo var þetta óheppni með vítið hjá Hilmari. Það hefði gefið okkur mikið að ná að jafna og fá aukakraft en eftir það sýna þeir bara gæði sín og þetta var bara sanngjarnt.“ Hilmar Árni klikkaði tveimur vítaspyrnum í Evrópudeildinni í sumar en Baldur sagði alls ekki ástæða til að skipta um vítaskyttu hjá liðinu þrátt fyrir það. „Nei það held ég ekki, hann skorar bara úr því næsta. Hann er sennilega ein besta vítaskytta landsins og frábær karakter þannig ég held að þetta hafi nú lítil áhrif á hann.“ Þrátt fyrir að hafa skorað í kvöld var Baldur ekki svo ánægður með markið og sagði það líklega skipta litlu sem engu. „Þetta er nú ekki fyrsta markið sem ég skora í Evrópukeppni en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn. Markið skiptir svo sem engu, við töpum einvíginu 7-1 þannig ég er ekkert hoppandi kátur.“ Hann var sammála því að liðið þurfi að einbeita sér að deildinni og að það sé lykilatriði fyrir félagið að tryggja sér Evrópusæti. „Engin spurning, þegar þú færð svona lið þá er ekki erfitt verkefni að mótivera sig. Leikurinn úti var þvílíkt ævintýri og báðar þessar ferðir, til Eistlands og Spánar og að fá þessi lið hingað er geggjað. „Nú eru átta leikir eftir og við þurfum eitthvað að safna í pokann í ágúst. Núna fáum við smá helgarfrí. Það er búið að vera fullt af leikjum og mikið álag. Við hlökkum til að fá hörkulið Víkings í heimsókn í næstu viku.“ Baldur var að lokum spurður hvað honum finnist íslensku liðin þurfa að gera til að ná betri árangri í evrópu og komast nær því að komast í riðlakeppni. „Til að ná meiri árangri þá segir það sig kannski aðeins sjálft, það þarf meira fjármagn til að fá betri leikmenn og einnig til að geta æft eins og atvinnumenn. Hinsvegar eru ungir strákar orðnir gríðarlegir atvinnumenn í dag og allt öðruvísi heldur en þegar ég var ungur. „Þeir hugsa þvílíkt vel um sig og eru miklu meira með atvinnumannahugsun. Ég held að þetta eigi eftir að koma og ef við erum að tala um að komast í riðlakeppni þá snýst þetta líka svolítið um heppni. „Við vorum eina liðið í efra styrkleikaflokki og fengum þá auðveldari andstæðing og við fórum áfram. Svo kemur næsta lið og það er Espanyol, það er alltaf gaman að mæta svona liðum en þú vilt samt alltaf eiga séns, raunhæfan möguleika að geta komist áfram. Þú vilt fá þessi lið sem eru ekki eins góð og við eigum ekki að geta unnið svona lið eins og Espanyol. Þetta snýst gríðarlega mikið um heppni, hverjum þú mætir,“ sagði Baldur að lokum. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Fleiri fréttir Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Sjá meira
Baldur Sigurðsson markaskorari Stjörnunnar í kvöld var svekktur með tap sinna manna gegn Espanyol í kvöld og sagði þá einfaldlega hafa verið að mæta sterkara liði. „Við vorum bara að mæta betra liði. Fyrsta markið var full auðvelt, við hefðum viljað halda núllinu lengur. Hann labbaði bara í gegn en svo var þetta óheppni með vítið hjá Hilmari. Það hefði gefið okkur mikið að ná að jafna og fá aukakraft en eftir það sýna þeir bara gæði sín og þetta var bara sanngjarnt.“ Hilmar Árni klikkaði tveimur vítaspyrnum í Evrópudeildinni í sumar en Baldur sagði alls ekki ástæða til að skipta um vítaskyttu hjá liðinu þrátt fyrir það. „Nei það held ég ekki, hann skorar bara úr því næsta. Hann er sennilega ein besta vítaskytta landsins og frábær karakter þannig ég held að þetta hafi nú lítil áhrif á hann.“ Þrátt fyrir að hafa skorað í kvöld var Baldur ekki svo ánægður með markið og sagði það líklega skipta litlu sem engu. „Þetta er nú ekki fyrsta markið sem ég skora í Evrópukeppni en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn. Markið skiptir svo sem engu, við töpum einvíginu 7-1 þannig ég er ekkert hoppandi kátur.“ Hann var sammála því að liðið þurfi að einbeita sér að deildinni og að það sé lykilatriði fyrir félagið að tryggja sér Evrópusæti. „Engin spurning, þegar þú færð svona lið þá er ekki erfitt verkefni að mótivera sig. Leikurinn úti var þvílíkt ævintýri og báðar þessar ferðir, til Eistlands og Spánar og að fá þessi lið hingað er geggjað. „Nú eru átta leikir eftir og við þurfum eitthvað að safna í pokann í ágúst. Núna fáum við smá helgarfrí. Það er búið að vera fullt af leikjum og mikið álag. Við hlökkum til að fá hörkulið Víkings í heimsókn í næstu viku.“ Baldur var að lokum spurður hvað honum finnist íslensku liðin þurfa að gera til að ná betri árangri í evrópu og komast nær því að komast í riðlakeppni. „Til að ná meiri árangri þá segir það sig kannski aðeins sjálft, það þarf meira fjármagn til að fá betri leikmenn og einnig til að geta æft eins og atvinnumenn. Hinsvegar eru ungir strákar orðnir gríðarlegir atvinnumenn í dag og allt öðruvísi heldur en þegar ég var ungur. „Þeir hugsa þvílíkt vel um sig og eru miklu meira með atvinnumannahugsun. Ég held að þetta eigi eftir að koma og ef við erum að tala um að komast í riðlakeppni þá snýst þetta líka svolítið um heppni. „Við vorum eina liðið í efra styrkleikaflokki og fengum þá auðveldari andstæðing og við fórum áfram. Svo kemur næsta lið og það er Espanyol, það er alltaf gaman að mæta svona liðum en þú vilt samt alltaf eiga séns, raunhæfan möguleika að geta komist áfram. Þú vilt fá þessi lið sem eru ekki eins góð og við eigum ekki að geta unnið svona lið eins og Espanyol. Þetta snýst gríðarlega mikið um heppni, hverjum þú mætir,“ sagði Baldur að lokum.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Fleiri fréttir Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00