Merkingarátak í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2019 10:30 Merkingarherferð stendur nú yfir í Ytri Rangá Mynd: West Rangá FB Umsjónarmenn og leigutakar Ytri Rangár hafa sett af stað nokkuð merkilegt átak við ánna til að kanna göngur og dreifingu laxa í ánni. Þetta skemmtilega átak getur skilað nokkuð miklum upplýsingum um veiðina í ánni en með því að merkja tilgreindan fjölda laxa og sleppa aftur má til dæmis sjá hversu margir þeirra veiðast aftur á sama sumri en líka hvort einhver af þessum merktu löxum kemur aftur að ári. Ef lax veiðist oftar en einu sinni, sem gerist oftar en menn gera sér grein fyrir, er hægt að sjá hvar hann veiddist fyrst og svo hvar hann veiddist næst og skoða þannig hvernig ferðalag hans er í ánni. Ytri Rangá hefur verið að komast aðeins í gang eftir heldur hæga byrjun og skilaði síðasta vika 166 löxum á land sem er alveg viðunandi miðað við það sem hefur verið að gerast á landinu en góðu fréttirnar eru þær að það virðist vera farið að bera meira á smálaxi á neðri svæðunum í ánni og það gæti þýtt að fyrstu alvöru smálaxagöngurnar séu að koma í ánna. Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði
Umsjónarmenn og leigutakar Ytri Rangár hafa sett af stað nokkuð merkilegt átak við ánna til að kanna göngur og dreifingu laxa í ánni. Þetta skemmtilega átak getur skilað nokkuð miklum upplýsingum um veiðina í ánni en með því að merkja tilgreindan fjölda laxa og sleppa aftur má til dæmis sjá hversu margir þeirra veiðast aftur á sama sumri en líka hvort einhver af þessum merktu löxum kemur aftur að ári. Ef lax veiðist oftar en einu sinni, sem gerist oftar en menn gera sér grein fyrir, er hægt að sjá hvar hann veiddist fyrst og svo hvar hann veiddist næst og skoða þannig hvernig ferðalag hans er í ánni. Ytri Rangá hefur verið að komast aðeins í gang eftir heldur hæga byrjun og skilaði síðasta vika 166 löxum á land sem er alveg viðunandi miðað við það sem hefur verið að gerast á landinu en góðu fréttirnar eru þær að það virðist vera farið að bera meira á smálaxi á neðri svæðunum í ánni og það gæti þýtt að fyrstu alvöru smálaxagöngurnar séu að koma í ánna.
Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði