Taktu Veiðikortið með þér um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2019 13:00 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Nú er að bresta á stærsta ferðahelgi ársins hjá Íslendingum og það verður fjölmennt á tjaldstæðum landsins og veðurspaín er bara alveg hreint ágæt til veiða. Það á að haldast þurrt fram á mánudag um allt land en það verður einnig hlýtt á landinu svo betri skilyrði fyrir mörg vötnin verður ekki hægt að biðja um. Veiðikortið er með vötn innan kortsins um allt land og það er yfirleitt þannig að þeir sem nota kortið mikið sækja oftar en ekki ekki mest í ákveðin vötn sem verða þeirra heimavötn en þegar þú ert á ferðalagi er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Vötnin eru misgjöful en inn á milli eru vötn sem eru virkilega skemmtileg fyrir alla fjölskylduna þar sem veiðivon er yfirleitt mjög góð. Það væri of mikið að telja þau öll upp en þau sem Veiðivísir heldur mikið upp á sínum ferðum um landið má meðal annars nefna Sléttuhlíðarvatn og þó svo að fiskurinn sé ekki mjög stór er hann tökuglaður og afbragðs matfiskur. Þú getur verið nokkuð viss um að það fá allir eitthvað þarna. Best að nota Lippu eða flugu og einnig flotholt og flugu. Úlfljótrsvatn er heppilegt fyrir þá sem verða á suðurlandi en í vatninu er flott bleikja og oft á tíðum getur hún verið 3-4 pund. Mesta veiðin er fyrst á morgnana og seint á kvöldin. Á vesturlandi er um að gera að kíkja í Baulárvallavatn og Hraunsfjörð en það er mikið af fallegri sjóbleikju í Hraunsfirði sem getur þó verið dyntótt. Vwestmannsvatn er svo eitt sem er vert að prófa, nóg af fiski og yfirleitt góð taka en ekki gleyma flugnanetinu. Kíktu á heimasíðu Veiðikortsins og skoðaðu hvaða vatn er nálægt þér á ferðum þínum. Þetta er klárlega tækifæri til að bleyta færi í nýju vatni. Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel Veiði Laxar á lofti við ósa Korpu Veiði
Nú er að bresta á stærsta ferðahelgi ársins hjá Íslendingum og það verður fjölmennt á tjaldstæðum landsins og veðurspaín er bara alveg hreint ágæt til veiða. Það á að haldast þurrt fram á mánudag um allt land en það verður einnig hlýtt á landinu svo betri skilyrði fyrir mörg vötnin verður ekki hægt að biðja um. Veiðikortið er með vötn innan kortsins um allt land og það er yfirleitt þannig að þeir sem nota kortið mikið sækja oftar en ekki ekki mest í ákveðin vötn sem verða þeirra heimavötn en þegar þú ert á ferðalagi er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Vötnin eru misgjöful en inn á milli eru vötn sem eru virkilega skemmtileg fyrir alla fjölskylduna þar sem veiðivon er yfirleitt mjög góð. Það væri of mikið að telja þau öll upp en þau sem Veiðivísir heldur mikið upp á sínum ferðum um landið má meðal annars nefna Sléttuhlíðarvatn og þó svo að fiskurinn sé ekki mjög stór er hann tökuglaður og afbragðs matfiskur. Þú getur verið nokkuð viss um að það fá allir eitthvað þarna. Best að nota Lippu eða flugu og einnig flotholt og flugu. Úlfljótrsvatn er heppilegt fyrir þá sem verða á suðurlandi en í vatninu er flott bleikja og oft á tíðum getur hún verið 3-4 pund. Mesta veiðin er fyrst á morgnana og seint á kvöldin. Á vesturlandi er um að gera að kíkja í Baulárvallavatn og Hraunsfjörð en það er mikið af fallegri sjóbleikju í Hraunsfirði sem getur þó verið dyntótt. Vwestmannsvatn er svo eitt sem er vert að prófa, nóg af fiski og yfirleitt góð taka en ekki gleyma flugnanetinu. Kíktu á heimasíðu Veiðikortsins og skoðaðu hvaða vatn er nálægt þér á ferðum þínum. Þetta er klárlega tækifæri til að bleyta færi í nýju vatni.
Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel Veiði Laxar á lofti við ósa Korpu Veiði