Laxinn bíður betra vatns Karl Lúðviksson skrifar 4. ágúst 2019 10:00 Laxar og veiðimenn eru jafnþreyttir á vatnsleysi í ánum á vesturlandi. Mynd úr safni Það er alveg ljóst að laxgengd í ánum á vesturlandi og víðar er langt undir væntingum en það er engu að síður lax við ósa ánna ó Borgarfirði sem virðist bara ekki leggja í að ganga upp. Þetta sést vel suma daga við ósa Langár á Mýrum en á háflóði virðist vera töluvert af laxi sem syndir bara um fyrir neðan Sjávarfoss sem er neðsti veiðistaðurinn en aðeins nokkrir virðast leggja í að ganga upp í ánna í því vatni sem hún er í núna. Langá hefur líklega afar sjaldan verið lægri í vatni en þrátt fyrir það sýnir teljarinn að í ánni sé um 1200 óveiddir laxar fyrir utan það sem fer upp fossinn en það er að flestra mati um 30-40% af göngunni. Þessi torfa sem liggur við ósa Langár gæti þó verið lax sem er ekki úr hennar stofni heldur lax sem bíður færis eftir að hans heimaá hækki í vatni. Torfa sést ekki alla daga en flesta þó sem gæti gefið til kynna að hún syndi eitthvað um nágrennið og fnusi af vatninu og hætti svo við. Það skal tekið fram að þetta er bara kenning sem hefur verið haldið á lofti. Engin vísindaleg rök liggja þarna að baki en ágæt kenning er þetta engu að síður og gæti útskýrt að einhverju leiti laxleysi í ánum. Kannski eða vonani er meira ax laxi sem bíður þess að árnar fari í gott vatn áður en hann gengur. Það hefur alveg gerst áður. Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Veiði
Það er alveg ljóst að laxgengd í ánum á vesturlandi og víðar er langt undir væntingum en það er engu að síður lax við ósa ánna ó Borgarfirði sem virðist bara ekki leggja í að ganga upp. Þetta sést vel suma daga við ósa Langár á Mýrum en á háflóði virðist vera töluvert af laxi sem syndir bara um fyrir neðan Sjávarfoss sem er neðsti veiðistaðurinn en aðeins nokkrir virðast leggja í að ganga upp í ánna í því vatni sem hún er í núna. Langá hefur líklega afar sjaldan verið lægri í vatni en þrátt fyrir það sýnir teljarinn að í ánni sé um 1200 óveiddir laxar fyrir utan það sem fer upp fossinn en það er að flestra mati um 30-40% af göngunni. Þessi torfa sem liggur við ósa Langár gæti þó verið lax sem er ekki úr hennar stofni heldur lax sem bíður færis eftir að hans heimaá hækki í vatni. Torfa sést ekki alla daga en flesta þó sem gæti gefið til kynna að hún syndi eitthvað um nágrennið og fnusi af vatninu og hætti svo við. Það skal tekið fram að þetta er bara kenning sem hefur verið haldið á lofti. Engin vísindaleg rök liggja þarna að baki en ágæt kenning er þetta engu að síður og gæti útskýrt að einhverju leiti laxleysi í ánum. Kannski eða vonani er meira ax laxi sem bíður þess að árnar fari í gott vatn áður en hann gengur. Það hefur alveg gerst áður.
Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Veiði