Leikmaður sem enginn vill lengur Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. ágúst 2019 09:00 Bale að skora markið sitt gegn Liverpool árið 2018 í Úkraínu eftir að hafa komið af bekknum. vísir/getty Ein furðulegasta saga sumarsins, allavega fótboltans, er saga Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og Gareths Bale, leikmanns félagsins. Zidane sneri aftur í stjórasætið hjá Real Madrid eftir martraðartímabil Madrídinga og af einhverjum ástæðum vill hann losna við Bale. Merkilegt nokk þá var það Zidane sem fékk Bale til að koma til Madrídar frá Tottenham árið 2013 og fór nokkrum sinnum til London að horfa á hann spila. Hreifst af honum og taldi Real Madrid á að splæsa fúlgum fjár í guttann. Þá var hann starfsmaður Real Madrid en eftir að hann tók við stjórastarfinu hefur Bale verið þyrnir í augum hans. Þann 23. júlí sagði Zidane svo hreint út að félagið væri að vinna að því að finna nýtt félag fyrir Bale og komið væri að leiðarlokum. „Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla,“ sagði Zidane og bætti við að hann hefði ekkert á móti Bale persónulega. Daginn eftir bætti hann við að Bale hefði neitað að koma inn á í æfingarleik.Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina 13 sinnum sem er ótrúlegt afrek. Hér fagna þeir titlinum 2017.NordicPhotos/GettyBale er ein stærsta stjarna fótboltans og þegar hann er heill standast honum fáir snúning. Málið er að hann er ekki mjög oft heill. Fjölmiðlar um allan heim hafa keppst við að skrifa um framtíð hans í sumar og var hann nálægt því að semja við Jiangsu Suning frá Kína. Það eru ekki mörg lið sem ráða við að kaupa Bale og borga honum ofurlaun og er hann í raun fastur hjá Real Madrid. Bale er þrítugur og á nóg eftir. Trúlega er Manchester United eina liðið sem gæti keypt hann. Chelsea er í félagaskiptabanni og önnur ensk lið eru ekki til í að veðja á þrítugan meiðslapésa á ofurlaunum.Bale og Zidane hafa eldað grátt silfur saman.FBL/GETTYZidane hefur látið ungu strákana spila frammi, Vinicius Junior, Mariano og Rodrygo og hefur engan áhuga á að nota Bale. Nýjustu vendingar í málefnum Bales er að hann ætli sér að vera um kyrrt í Madrídarborg því hann hafi tilfinningu fyrir því að Zidane verði farinn á undan honum. Hvernig fjölmiðlar komust inn í hausinn á Bale og vita hvaða tilfinningu hann hefur skal ósagt látið. Það er þó ljóst að pressan á Zidane er gríðarleg. Ekki aðeins varðandi Bale. Það varð allt vitlaust í Madrídarborg þegar grannar þeirra í Atletico tóku þrettánfalda Evrópumeistara og pökkuðu þeim saman í æfingarleik 7-3. Og ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt þá er það að þjálfarar eru ekkert endilega mjög langlífir hjá Real Madrid – hvort sem þeir vinna titla eða ekki. Þá er Bale með eitt tromp á hendi. Zidane vill fá Paul Pogba á miðjuna og skipta Bale yfir til Manchester United til að yngja upp miðjuna hjá liðinu. Ef það gerist ekki er Madrid að horfa á Donny van de Beek, leikmann Ajax – sem Zidane vill ekki fá. Getur það verið að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem afturkallaði félagaskipti Bales til Kína á síðustu stundu, reki Zidane og ráði þjálfara sem vill nota Bale? Hver veit. Sögunni er allavega ekki lokið – svo mikið er víst. Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Ein furðulegasta saga sumarsins, allavega fótboltans, er saga Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og Gareths Bale, leikmanns félagsins. Zidane sneri aftur í stjórasætið hjá Real Madrid eftir martraðartímabil Madrídinga og af einhverjum ástæðum vill hann losna við Bale. Merkilegt nokk þá var það Zidane sem fékk Bale til að koma til Madrídar frá Tottenham árið 2013 og fór nokkrum sinnum til London að horfa á hann spila. Hreifst af honum og taldi Real Madrid á að splæsa fúlgum fjár í guttann. Þá var hann starfsmaður Real Madrid en eftir að hann tók við stjórastarfinu hefur Bale verið þyrnir í augum hans. Þann 23. júlí sagði Zidane svo hreint út að félagið væri að vinna að því að finna nýtt félag fyrir Bale og komið væri að leiðarlokum. „Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla,“ sagði Zidane og bætti við að hann hefði ekkert á móti Bale persónulega. Daginn eftir bætti hann við að Bale hefði neitað að koma inn á í æfingarleik.Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina 13 sinnum sem er ótrúlegt afrek. Hér fagna þeir titlinum 2017.NordicPhotos/GettyBale er ein stærsta stjarna fótboltans og þegar hann er heill standast honum fáir snúning. Málið er að hann er ekki mjög oft heill. Fjölmiðlar um allan heim hafa keppst við að skrifa um framtíð hans í sumar og var hann nálægt því að semja við Jiangsu Suning frá Kína. Það eru ekki mörg lið sem ráða við að kaupa Bale og borga honum ofurlaun og er hann í raun fastur hjá Real Madrid. Bale er þrítugur og á nóg eftir. Trúlega er Manchester United eina liðið sem gæti keypt hann. Chelsea er í félagaskiptabanni og önnur ensk lið eru ekki til í að veðja á þrítugan meiðslapésa á ofurlaunum.Bale og Zidane hafa eldað grátt silfur saman.FBL/GETTYZidane hefur látið ungu strákana spila frammi, Vinicius Junior, Mariano og Rodrygo og hefur engan áhuga á að nota Bale. Nýjustu vendingar í málefnum Bales er að hann ætli sér að vera um kyrrt í Madrídarborg því hann hafi tilfinningu fyrir því að Zidane verði farinn á undan honum. Hvernig fjölmiðlar komust inn í hausinn á Bale og vita hvaða tilfinningu hann hefur skal ósagt látið. Það er þó ljóst að pressan á Zidane er gríðarleg. Ekki aðeins varðandi Bale. Það varð allt vitlaust í Madrídarborg þegar grannar þeirra í Atletico tóku þrettánfalda Evrópumeistara og pökkuðu þeim saman í æfingarleik 7-3. Og ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt þá er það að þjálfarar eru ekkert endilega mjög langlífir hjá Real Madrid – hvort sem þeir vinna titla eða ekki. Þá er Bale með eitt tromp á hendi. Zidane vill fá Paul Pogba á miðjuna og skipta Bale yfir til Manchester United til að yngja upp miðjuna hjá liðinu. Ef það gerist ekki er Madrid að horfa á Donny van de Beek, leikmann Ajax – sem Zidane vill ekki fá. Getur það verið að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem afturkallaði félagaskipti Bales til Kína á síðustu stundu, reki Zidane og ráði þjálfara sem vill nota Bale? Hver veit. Sögunni er allavega ekki lokið – svo mikið er víst.
Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira