Formúla 1

Fyrsti ráspóll Verstappen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verstappen fagnar.
Verstappen fagnar. vísir/getty
Ökuþórinn Max Verstappen er á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum er hann byrjar fyrstur í ungverska kappakstrinum sem fer fram á morgun.

Red Bull-ökuþórinn kom 0,018 úr sekúndu á undan Valtteri Bottas frá Mercedes og heimsmeistarinn Lewis Hamilton er þriðji.

Þetta er fimmta tímabil Verstappen í Formúlu eitt en þetta er í fyrsta skiptið sem hann byrjar á ráspól. Fögnuðurinn var eftir því.







Verstappen var 0,09 sekúndum á undan liðsfélaga sínum, Pierre Gasly, sem er sjötti svo það munaði ekki miklu í tímatökunni í dag.

Lando Norris og George Russel eru að keppa sinn fyrsta kappakstur og þeir gerðu afar vel í dag. Bretarnir byrja númer sjö og sextán á morgun.

Útsending frá keppninni hefst klukkan 12.50 á Stöð 2 Sport á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×