Matthías Vilhjálmsson tryggði Vålerenga stig gegn Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-1.
Kristiansund komst yfir á 8. mínútu með marki Bent Sormo.
Gestirnir leiddu í hálfleik og allt fram á 76. mínútu þegar Matthías jafnaði með skalla eftir aukaspyrnu frá Bard Finne.
Þetta var fimmta mark Matthíasar í norsku deildinni á tímabilinu. Hann er næstmarkahæsti leikmaður Vålerenga á eftir Nígeríumanninum Chidera Ejuke sem hefur skorað sex mörk.
Vålerenga, sem er ósigrað í síðustu fjórum leikjum, er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig.
Matthías tryggði Vålerenga stig
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn




Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn


