Sænskir betlarar þurfa betlaraleyfi Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 12:12 Betlarar geta verið sektaðir um allt að fimmtíu þúsund krónur hafi þeir ekki sótt um leyfi. Vísir/Getty Í bænum Eskilstuna í Svíþjóð hefur verið tekið upp á því að úthluta leyfum fyrir betlara sem hyggjast biðja fólk um pening á götum úti. Leyfið mun kosta 250 sænskar krónur sem jafngildir tæplega 3.200 íslenskum. Leyfið gildir í þrjá mánuði eftir útgáfu þess en til þess að fá slíkt leyfi þarf að framvísa gildum skilríkjum. Hægt er að sækja um það rafrænt eða á lögreglustöð í bænum. Þeir sem verða uppvísir að því að betla á götum Eskilstuna eiga yfir höfði sér sekt upp á 4.000 sænskar krónur, sem gera rúmlega fimmtíu þúsund íslenskar. Breytingarnar tóku gildi þann 1. ágúst síðastliðinn eftir margra ára undirbúningsferli og strax daginn eftir hafði lögreglu borist átta umsóknir að því er fram kemur á vef Aftonbladet. Daginn sem breytingarnar tóku gildi þurfti lögregla að hafa afskipti af þremur betlurum sem báðu um pening án leyfis. Tæplega sjötíu þúsund manns búa í bænum sem er staddur í 89 kílómetra fjarlægð vestur af Stokkhólmi. Breytingarnar hafa fengið blendin viðbrögð og segja sumir þær vera þess valdandi að glæpagengi gætu misnotað þær með því að borga fyrir leyfi fólks og síðar krefja það um peninginn sem safnaðist. Aðrir segja þetta vera spurningu um hvort betl ætti að viðgangast í velferðarríki á borð við Svíþjóð. Svíþjóð Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Í bænum Eskilstuna í Svíþjóð hefur verið tekið upp á því að úthluta leyfum fyrir betlara sem hyggjast biðja fólk um pening á götum úti. Leyfið mun kosta 250 sænskar krónur sem jafngildir tæplega 3.200 íslenskum. Leyfið gildir í þrjá mánuði eftir útgáfu þess en til þess að fá slíkt leyfi þarf að framvísa gildum skilríkjum. Hægt er að sækja um það rafrænt eða á lögreglustöð í bænum. Þeir sem verða uppvísir að því að betla á götum Eskilstuna eiga yfir höfði sér sekt upp á 4.000 sænskar krónur, sem gera rúmlega fimmtíu þúsund íslenskar. Breytingarnar tóku gildi þann 1. ágúst síðastliðinn eftir margra ára undirbúningsferli og strax daginn eftir hafði lögreglu borist átta umsóknir að því er fram kemur á vef Aftonbladet. Daginn sem breytingarnar tóku gildi þurfti lögregla að hafa afskipti af þremur betlurum sem báðu um pening án leyfis. Tæplega sjötíu þúsund manns búa í bænum sem er staddur í 89 kílómetra fjarlægð vestur af Stokkhólmi. Breytingarnar hafa fengið blendin viðbrögð og segja sumir þær vera þess valdandi að glæpagengi gætu misnotað þær með því að borga fyrir leyfi fólks og síðar krefja það um peninginn sem safnaðist. Aðrir segja þetta vera spurningu um hvort betl ætti að viðgangast í velferðarríki á borð við Svíþjóð.
Svíþjóð Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira