Jóga styrkir innsæið og innri leiðsögn Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 04:00 Sigrún segir að jógað sé ekki bara líkamsrækt heldur hafsjór af fróðleik. Jógað er leiðbeiningabæklingur um hvernig á að lifa lífinu. „Það var vinkona mín sem kom með hugmyndina að útijóganu. Hún fór að tala um það fyrir svona tveimur árum hvað það væri nú gaman að geta bara tölt út í garð og farið í jóga undir berum himni, í staðinn fyrir að vera alltaf að keyra til að fara í jógatíma. Mér fannst þetta frábær hugmynd hjá henni,“ segir Sigrún Halla sem sló til og byrjaði með útijóga síðasta sumar. „Það var akkúrat verið að taka lítinn blett fyrir aftan blokkina mína í gegn. Það var orðið svolítið huggulegt þarna og tilvalið að kynna svæðið fyrir fólkinu í hverfinu með því að vera með jógatíma þar.“ Sigrún segir að þrátt fyrir leiðinlegt veður síðasta sumar hafi mæting í jógatímana verið góð svo að hún ákvað að halda áfram með þá í sumar. „Reykjavík er með verkefni sem heitir Torg í biðstöðu. Markmiðið með verkefninu er að fá fólk til að nýta dauð svæði, bæði græn svæði og torg, í borginni okkar. Útijógað er hluti af því.“ Að sögn Sigrúnar er tilgangurinn með útijóganu að njóta útiveru en líka að opna aðeins á samfélagsvitundina og kynnast nágrönnunum. „Við erum svo mikið inni í okkar eigin kössum. Í okkar húsi, okkar bíl og vinnu. Útijógað er tilvalið til að hitta nágrannana.“Styrkir innsæið Það sem heillar Sigrúnu við jóga er ekki bara að það styrkir líkamann, lungun og bætir liðleika heldur líka að það styrkir innsæið og innri leiðsögn. „Við erum öll með það sem hægt er að kalla GPS-tæki innra með okkur. Við styrkjum það þegar við stundum jóga. Við hreinsum undirmeðvitund okkar þegar við hugleiðum, sem við gerum alltaf í lok jógatímans. Við erum að hreinsa aðeins til svo við getum hlustað á innsæi okkar, þetta GPS-tæki sem við erum öll með. Það er svo mikilvægt því annars erum við svolítið stefnulaus, eins og lauf í vindi,“ segir Sigrún. Með hugleiðslunni er fólk betur í stakk búið til að taka rökstuddar ákvarðanir en bregðast ekki við í gegnum tilfinningarnar og láta þær stjórna sé, að sögn Sigrúnar. „Maður er bara betur kjarnaður og það hjálpar manni líka að forðast neikvæðni. Maður verður jákvæðari, kemst í tilfinningalegt jafnvægi, styrkir taugakerfið og kemur jafnvægi á innkirtlakerfið. Það er ótrúlega mikilvægt að koma jafnvægi á það. Hormónastarfsemin hefur mjög mikið að segja um hugarástand okkar.“ Sigrún segir að slökunin sé líka mjög heillandi. „Það er mjög gott að leyfa líkamanum að vinna sjálfum í vandamálunum og fá tækifæri til að laga það sem þarf að laga þegar við slökum á í jógatímum.“ Flestir hugsa ef til vill bara um líkamsstöður og teygjuæfingar þegar þeir hugsa um jóga. En Sigrún segir að kundalini jóganu fylgi hafsjór af alls konar fróðleik. Til dæmis um barnauppeldi, hjónabandið og mataruppskriftir. „Jógað er rosalega stór heimur. Það er hálfgerður leiðbeiningabæklingur um hvernig á að lifa góðu lífi. Jógað inniheldur tæki og tól til að standast álag samtímans, sem er ótrúlega mikið.“ Námskeið fyrir tættar mæður og þreytta pabba Sigrún hefur haldið jóganámskeið fyrir foreldra sem hún kallar Tættar mæður og þreyttir pabbar. Námskeiðin voru hugsuð fyrir foreldra til að kúpla sig aðeins út úr öllu stressinu sem fylgir nútímasamfélagi og komast í jafnvægi. „Ég var líka alltaf með smá fræðslu í tímunum um hvernig jógafræðin nálgast barnauppeldi. Það er í raun ótrúlega mikið í takt við það sem er nýjasta nýtt í barnauppeldi í dag, þó að jógafræðin séu mörg þúsund ára gömul. Þetta snýst allt um að sýna börnunum okkar virðingu alveg frá fæðingu. Þau eru nefnilega heilsteyptar manneskjur frá því þau koma í heiminn.“ Sigrún tók sér smá hlé frá að halda námskeiðin þar sem hún er sjálf með lítið barn, en hún stefnir á að byrja aftur með námskeið í haust. „Ég ætla að byrja með námskeið sem ég kalla Brunavarnir. Mér finnst maður alltaf vera að lesa um „burn out“ eða kulnun í starfi, svo ég er að setja saman námskeið þar sem ég legg áherslu á streitulosun. Því er ætlað að vera fyrirbyggjandi svo fólk lendi ekki í því að brenna út. Í jóga er svolítið talað um kalt þunglyndi. Það er önnur hlið á „burn out“, þá er fólk alltaf að gera meira og meira en er aldrei sátt. Það upplifir aldrei gleði yfir verkum sínum,“ útskýrir Sigrún. Á Brunavarnanámskeiðinu ætlar Sigrún að kenna fólki stuttar og laggóðar æfingar sem gott er að grípa í. Einnar mínútu æfingar sem fólk getur gert heima hjá sér. „Ég er mjög spennt fyrir að kynna þessar æfingar fyrir fólki,“ segir Sigrún. Balí norðursins Sigrún lætur þó ekki þar við sitja. Hún stefnir á að fara í jógaferð með þreyttum mæðrum til Póllands á næstunni. „Ég fór einu sinni í svona ferð í samstarfi við ferðaskrifstofuna Tripical. Við fórum á spa-hótel þar sem við stunduðum jóga og gerðum svo lítið annað en að slaka á og kannski lesa bókina sem við fundum aldrei tíma til að lesa áður. Þetta gekk svo vel að mig langar að endurtaka þetta. Það verður líklega ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári, en það kemur í ljós á næstu vikum.“ Auk Póllandsferðarinnar stefnir Sigrún á að vera með jógahelgi á Borgarfirði eystri í október. „Þar er lítil ferðaþjónusta með heitum potti og ótrúlega flottri aðstöðu. Ég ætla að vera með jógahelgi þar. Fólk getur komið og stundað jóga, borðað góðan mat, farið í gönguferðir og notið náttúrufegurðarinnar á Borgarfirði, það er ótrúlega fallegt þar. Þetta er svona Balí norðursins. Ég sé alveg fyrir mér að allir fari að fara þangað í jógaferðir,“ segir Sigrún að lokum. Hægt er að fylgjast með Sigrúnu á Facebook-síðunni Kundalini Yoga með Sigrúnu Höllu.Sigrún segir að heilsufarslegur ávinningur af jóga sé gríðarlegur. Bæði andlegur og líkamlegur.MYND/ANKI GRØTHE Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira
„Það var vinkona mín sem kom með hugmyndina að útijóganu. Hún fór að tala um það fyrir svona tveimur árum hvað það væri nú gaman að geta bara tölt út í garð og farið í jóga undir berum himni, í staðinn fyrir að vera alltaf að keyra til að fara í jógatíma. Mér fannst þetta frábær hugmynd hjá henni,“ segir Sigrún Halla sem sló til og byrjaði með útijóga síðasta sumar. „Það var akkúrat verið að taka lítinn blett fyrir aftan blokkina mína í gegn. Það var orðið svolítið huggulegt þarna og tilvalið að kynna svæðið fyrir fólkinu í hverfinu með því að vera með jógatíma þar.“ Sigrún segir að þrátt fyrir leiðinlegt veður síðasta sumar hafi mæting í jógatímana verið góð svo að hún ákvað að halda áfram með þá í sumar. „Reykjavík er með verkefni sem heitir Torg í biðstöðu. Markmiðið með verkefninu er að fá fólk til að nýta dauð svæði, bæði græn svæði og torg, í borginni okkar. Útijógað er hluti af því.“ Að sögn Sigrúnar er tilgangurinn með útijóganu að njóta útiveru en líka að opna aðeins á samfélagsvitundina og kynnast nágrönnunum. „Við erum svo mikið inni í okkar eigin kössum. Í okkar húsi, okkar bíl og vinnu. Útijógað er tilvalið til að hitta nágrannana.“Styrkir innsæið Það sem heillar Sigrúnu við jóga er ekki bara að það styrkir líkamann, lungun og bætir liðleika heldur líka að það styrkir innsæið og innri leiðsögn. „Við erum öll með það sem hægt er að kalla GPS-tæki innra með okkur. Við styrkjum það þegar við stundum jóga. Við hreinsum undirmeðvitund okkar þegar við hugleiðum, sem við gerum alltaf í lok jógatímans. Við erum að hreinsa aðeins til svo við getum hlustað á innsæi okkar, þetta GPS-tæki sem við erum öll með. Það er svo mikilvægt því annars erum við svolítið stefnulaus, eins og lauf í vindi,“ segir Sigrún. Með hugleiðslunni er fólk betur í stakk búið til að taka rökstuddar ákvarðanir en bregðast ekki við í gegnum tilfinningarnar og láta þær stjórna sé, að sögn Sigrúnar. „Maður er bara betur kjarnaður og það hjálpar manni líka að forðast neikvæðni. Maður verður jákvæðari, kemst í tilfinningalegt jafnvægi, styrkir taugakerfið og kemur jafnvægi á innkirtlakerfið. Það er ótrúlega mikilvægt að koma jafnvægi á það. Hormónastarfsemin hefur mjög mikið að segja um hugarástand okkar.“ Sigrún segir að slökunin sé líka mjög heillandi. „Það er mjög gott að leyfa líkamanum að vinna sjálfum í vandamálunum og fá tækifæri til að laga það sem þarf að laga þegar við slökum á í jógatímum.“ Flestir hugsa ef til vill bara um líkamsstöður og teygjuæfingar þegar þeir hugsa um jóga. En Sigrún segir að kundalini jóganu fylgi hafsjór af alls konar fróðleik. Til dæmis um barnauppeldi, hjónabandið og mataruppskriftir. „Jógað er rosalega stór heimur. Það er hálfgerður leiðbeiningabæklingur um hvernig á að lifa góðu lífi. Jógað inniheldur tæki og tól til að standast álag samtímans, sem er ótrúlega mikið.“ Námskeið fyrir tættar mæður og þreytta pabba Sigrún hefur haldið jóganámskeið fyrir foreldra sem hún kallar Tættar mæður og þreyttir pabbar. Námskeiðin voru hugsuð fyrir foreldra til að kúpla sig aðeins út úr öllu stressinu sem fylgir nútímasamfélagi og komast í jafnvægi. „Ég var líka alltaf með smá fræðslu í tímunum um hvernig jógafræðin nálgast barnauppeldi. Það er í raun ótrúlega mikið í takt við það sem er nýjasta nýtt í barnauppeldi í dag, þó að jógafræðin séu mörg þúsund ára gömul. Þetta snýst allt um að sýna börnunum okkar virðingu alveg frá fæðingu. Þau eru nefnilega heilsteyptar manneskjur frá því þau koma í heiminn.“ Sigrún tók sér smá hlé frá að halda námskeiðin þar sem hún er sjálf með lítið barn, en hún stefnir á að byrja aftur með námskeið í haust. „Ég ætla að byrja með námskeið sem ég kalla Brunavarnir. Mér finnst maður alltaf vera að lesa um „burn out“ eða kulnun í starfi, svo ég er að setja saman námskeið þar sem ég legg áherslu á streitulosun. Því er ætlað að vera fyrirbyggjandi svo fólk lendi ekki í því að brenna út. Í jóga er svolítið talað um kalt þunglyndi. Það er önnur hlið á „burn out“, þá er fólk alltaf að gera meira og meira en er aldrei sátt. Það upplifir aldrei gleði yfir verkum sínum,“ útskýrir Sigrún. Á Brunavarnanámskeiðinu ætlar Sigrún að kenna fólki stuttar og laggóðar æfingar sem gott er að grípa í. Einnar mínútu æfingar sem fólk getur gert heima hjá sér. „Ég er mjög spennt fyrir að kynna þessar æfingar fyrir fólki,“ segir Sigrún. Balí norðursins Sigrún lætur þó ekki þar við sitja. Hún stefnir á að fara í jógaferð með þreyttum mæðrum til Póllands á næstunni. „Ég fór einu sinni í svona ferð í samstarfi við ferðaskrifstofuna Tripical. Við fórum á spa-hótel þar sem við stunduðum jóga og gerðum svo lítið annað en að slaka á og kannski lesa bókina sem við fundum aldrei tíma til að lesa áður. Þetta gekk svo vel að mig langar að endurtaka þetta. Það verður líklega ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári, en það kemur í ljós á næstu vikum.“ Auk Póllandsferðarinnar stefnir Sigrún á að vera með jógahelgi á Borgarfirði eystri í október. „Þar er lítil ferðaþjónusta með heitum potti og ótrúlega flottri aðstöðu. Ég ætla að vera með jógahelgi þar. Fólk getur komið og stundað jóga, borðað góðan mat, farið í gönguferðir og notið náttúrufegurðarinnar á Borgarfirði, það er ótrúlega fallegt þar. Þetta er svona Balí norðursins. Ég sé alveg fyrir mér að allir fari að fara þangað í jógaferðir,“ segir Sigrún að lokum. Hægt er að fylgjast með Sigrúnu á Facebook-síðunni Kundalini Yoga með Sigrúnu Höllu.Sigrún segir að heilsufarslegur ávinningur af jóga sé gríðarlegur. Bæði andlegur og líkamlegur.MYND/ANKI GRØTHE
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira