Minni laxveiði en 2014 Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2019 14:00 Norðurá er meðal þeirra laxveiðiáa sem eru langt undir því sem menn kalla venjulegt. Það er von á nýjum tölum á vef Landssambansveiðifélaga í kvöld en það er ekki líklegt til að þar verði neitt kraftaverk sem veiðimenn hafa verið að bíða eftir. Það er sorglegt að fylgjast með stöðunni í flestum ánum sem eru að eiga afleitt sumar og flestar þeirra verra sumar en 2014 sem var þó kallað Hrunsumarið í veiði. Fyrir utan nokkrar ár eins og Selá, Hafralónsá og Eystri Rangá er veiðin búin að vera svo slök vegna laxleysis og vatnsleysis að við vonum að þetta met, ef met skyldi kalla verið aldrei slegið. Það er þó lax að finna í mörgum ánum sem eru með slakar tölur en það sem vantar uppá þar er bara vatn og því miður er bara ekkert að sjá á veðurspám að það sé að vænta rigningar í þeim mæli sem þarf til að hressa almennilega upp árnar. Smá rigning er alltaf góð en að þarf bara mun meira til að hreyfa almennilega við þessu. Það að sjá ár eins og Norðurá með 225 laxa þegar tölur voru gerðar upp í síðustu viku en hún gaf 924 laxa árið 2014, nú eða Þverá/Kjarrá sem eru í 421 laxi en kláruðu 2014 með 1195 laxa. Ekki skilja það sem svo að staðan sé bara slæm þarna, Hítará, Gljúfurá, Blanda, Langá, Laxá í Kjós, Haffjarðará, Laxá í Leirársveit og fleiri ár eru að eiga sitt líklega versta sumar. Það sem gæti hugsanlega bjargað einhverju á lokasprettinum er gott haustvatn sem kemur hlutunum aðeins af stað. Hafrannsóknarstofnun hefur hvatt veiðimenn til að skila öllum laxi aftur í árnar til að tryggja betri hrygningu og það er nokkuð ljóst að eins og staðan er núna fer hver lax sem er sleppt aftur að skipta verulega miklu máli. Ef við göngum ekki vel um árnar í svona árferði er nokkuð víst að við gætum átt von á öðru lélegu ári eftir 5 ár. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Það er von á nýjum tölum á vef Landssambansveiðifélaga í kvöld en það er ekki líklegt til að þar verði neitt kraftaverk sem veiðimenn hafa verið að bíða eftir. Það er sorglegt að fylgjast með stöðunni í flestum ánum sem eru að eiga afleitt sumar og flestar þeirra verra sumar en 2014 sem var þó kallað Hrunsumarið í veiði. Fyrir utan nokkrar ár eins og Selá, Hafralónsá og Eystri Rangá er veiðin búin að vera svo slök vegna laxleysis og vatnsleysis að við vonum að þetta met, ef met skyldi kalla verið aldrei slegið. Það er þó lax að finna í mörgum ánum sem eru með slakar tölur en það sem vantar uppá þar er bara vatn og því miður er bara ekkert að sjá á veðurspám að það sé að vænta rigningar í þeim mæli sem þarf til að hressa almennilega upp árnar. Smá rigning er alltaf góð en að þarf bara mun meira til að hreyfa almennilega við þessu. Það að sjá ár eins og Norðurá með 225 laxa þegar tölur voru gerðar upp í síðustu viku en hún gaf 924 laxa árið 2014, nú eða Þverá/Kjarrá sem eru í 421 laxi en kláruðu 2014 með 1195 laxa. Ekki skilja það sem svo að staðan sé bara slæm þarna, Hítará, Gljúfurá, Blanda, Langá, Laxá í Kjós, Haffjarðará, Laxá í Leirársveit og fleiri ár eru að eiga sitt líklega versta sumar. Það sem gæti hugsanlega bjargað einhverju á lokasprettinum er gott haustvatn sem kemur hlutunum aðeins af stað. Hafrannsóknarstofnun hefur hvatt veiðimenn til að skila öllum laxi aftur í árnar til að tryggja betri hrygningu og það er nokkuð ljóst að eins og staðan er núna fer hver lax sem er sleppt aftur að skipta verulega miklu máli. Ef við göngum ekki vel um árnar í svona árferði er nokkuð víst að við gætum átt von á öðru lélegu ári eftir 5 ár.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði