Nýjasti leikmaður Barcelona hótaði því einu sinni að brjóta báða fætur Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 14:00 Junior Firpo og Lionel Messi. Samsett/Getty Barcelona gekk á dögunum frá kaupunum á Junior Firpo frá Real Betis en strákurinn hefur slegið í gegn með bæði liði Betis og með spænska 21 árs landsliðinu. Junior Firpo er 22 ára vinstri bakvörður sem er fæddur á Dóminíska lýðveldinu en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall. Eftir að fréttist af kaupum Barca á stráknum þá voru spænskir miðlar fljótir að rifja upp það sem Junior Firpo setti á Twitter þegar hann var miklu yngri. Junior Firpo er að ganga til liðs við Barcelona þar sem kóngurinn er Lionel Messi. Junior var aftur á móti ekki mjög hrifinn af Messi þegar strákurinn var enn á táningsaldri. Þegar Junior Firpo var fimmtán ára gamall þá tjáði hann sig villimannslega um Messi á Twitter. Spænska blaðið AS sagði frá því að hann hafi monntað sig af því á Twitter að geta fótbrotið Messi á báðum fótum með aðeins einu sparki. Hann sagðist líka vera alveg skítsama um það hvort Messi myndi meiðast og kallaði hann Tíkarson. „Ég vona að hann deyi og hætti að skora mörk,“ skrifaði Junior Firpo á Twitter.@JuniorFirpo03, en la hora del debut El nuevo lateral azulgrana se estrenará ante el Nápoles donde empezará a acoplarse a lo que le pide Valverde https://t.co/aIFDZgnqHp por @martinezferranpic.twitter.com/d3gKk2xiG6 — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 7, 2019 Junior Firpo hefur beðist afsökunar á færslum sínum og hann gat ekki kvartað yfir neinu þegar hann mætti fyrst í búningsklefann hjá Börsungum. Firpo skýrði mál sitt í viðtali við blaðamann Mundo Deportivo. „Ég sagði ljóta hluti um Messi á Twitter til að stríða honum. Þetta var bara barnaskapur,“ sagði Junior Firpo „Þetta er það sem ég skrifaði þegar var bara fimmtán ára gamall. Þá þekkir þig enginn og þú gerir þér ekki grein fyrir því að þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni,“ sagði Junior Firpo. Nú sparar hann ekki hrósið þegar kemur að Lionel Messi. „Ég segi alltaf þegar fólk er að tala um Gullknöttinn (Ballon d'Or). Þeir eiga bara að láta Messi fá hann strax og búa síðan til önnur verðlaun sem hinir mannlegu geta keppt um,“ sagði Junior Firpo.BEHIND THE SCENES @JuniorFirpo03’s first day as a blaugrana pic.twitter.com/PVCL3atjPs — FC Barcelona (@FCBarcelona) August 4, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Barcelona gekk á dögunum frá kaupunum á Junior Firpo frá Real Betis en strákurinn hefur slegið í gegn með bæði liði Betis og með spænska 21 árs landsliðinu. Junior Firpo er 22 ára vinstri bakvörður sem er fæddur á Dóminíska lýðveldinu en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall. Eftir að fréttist af kaupum Barca á stráknum þá voru spænskir miðlar fljótir að rifja upp það sem Junior Firpo setti á Twitter þegar hann var miklu yngri. Junior Firpo er að ganga til liðs við Barcelona þar sem kóngurinn er Lionel Messi. Junior var aftur á móti ekki mjög hrifinn af Messi þegar strákurinn var enn á táningsaldri. Þegar Junior Firpo var fimmtán ára gamall þá tjáði hann sig villimannslega um Messi á Twitter. Spænska blaðið AS sagði frá því að hann hafi monntað sig af því á Twitter að geta fótbrotið Messi á báðum fótum með aðeins einu sparki. Hann sagðist líka vera alveg skítsama um það hvort Messi myndi meiðast og kallaði hann Tíkarson. „Ég vona að hann deyi og hætti að skora mörk,“ skrifaði Junior Firpo á Twitter.@JuniorFirpo03, en la hora del debut El nuevo lateral azulgrana se estrenará ante el Nápoles donde empezará a acoplarse a lo que le pide Valverde https://t.co/aIFDZgnqHp por @martinezferranpic.twitter.com/d3gKk2xiG6 — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 7, 2019 Junior Firpo hefur beðist afsökunar á færslum sínum og hann gat ekki kvartað yfir neinu þegar hann mætti fyrst í búningsklefann hjá Börsungum. Firpo skýrði mál sitt í viðtali við blaðamann Mundo Deportivo. „Ég sagði ljóta hluti um Messi á Twitter til að stríða honum. Þetta var bara barnaskapur,“ sagði Junior Firpo „Þetta er það sem ég skrifaði þegar var bara fimmtán ára gamall. Þá þekkir þig enginn og þú gerir þér ekki grein fyrir því að þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni,“ sagði Junior Firpo. Nú sparar hann ekki hrósið þegar kemur að Lionel Messi. „Ég segi alltaf þegar fólk er að tala um Gullknöttinn (Ballon d'Or). Þeir eiga bara að láta Messi fá hann strax og búa síðan til önnur verðlaun sem hinir mannlegu geta keppt um,“ sagði Junior Firpo.BEHIND THE SCENES @JuniorFirpo03’s first day as a blaugrana pic.twitter.com/PVCL3atjPs — FC Barcelona (@FCBarcelona) August 4, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira