Öðruvísi prjónalist í Gallerý Port Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 8. ágúst 2019 09:30 Hér er Ýr Jóhannsdóttir í skissupeysunni góðu, en hún verður til sýnis á laugardaginn. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður sem gerir skemmtileg og óvenjuleg listaverk úr peysum. Hún lærði í Myndlistarskólanum í Reykjavík og The Glasgow School of Art, og er nú á leið í nám í Listaháskóla Íslands í haust. Ýr hannar undir nafninu Ýrúrarí og mun opna einkasýningu næsta laugardag í Gallerý Porti. „Ég hef verið að vinna undir þessu listamannsnafni frá því árið 2012. Þá byrjaði ég að prjóna peysur, svona skrautlegar og skemmtilegar peysur. Það var tímafrekt að prjóna peysurnar frá grunni og því voru þær svo dýrar í sölu. Undanfarin ár hef ég verið að vinna meira með að taka notaðar peysur og nota þær sem nokkurs konar striga,“ segir Ýr. Hún segir að það sé líka vegna umhverfissjónarmiða og gott sé að endurnýta peysurnar á þennan hátt og þar með gefa þeim nýtt líf. „Það að þurfa ekki að prjóna peysurnar frá grunni þýðir að ég hef meiri tíma til að leika mér með þær og skreyta þær. En já, eins og ég sagði, þá nota ég peysurnar núna eins og striga, teikna á þær með garninu og prjóna.“ Á sýningunni í Gallerý Porti fer Ýr í aðeins aðra átt. „Á henni eru peysur sem ég hef tekið meira í sundur og eru ekki ætlaðar til notkunar beint. Núna fer ég aðeins verr með þær en ég hef verið að gera, enda þessar peysur meira hugsaðar sem listaverk. Ég hugsaði þetta eins og DNA, ég væri að brjóta upp DNA-ið í þeim og fara inn í lykkjurnar og vinna ofan í hverja peysu,“ segir Ýr. „Á sýningunni eru til dæmis íslensk lopapeysa og norsk lopapeysa sem ég hef gatað og gjörbreytt.“ Hún segir það hafa vakið áhuga sinn að taka sígildar peysur og breyta þeim í listaverk. Í febrúar síðastliðnum voru peysur Ýrar sýndar í glugga Textile Arts Center í New York. Upp úr því spratt svo nýja sýningin . „Þetta eru samt allt ný verk, fyrir utan fyrstu peysuna sem ég kalla skissupeysuna. Hún er hvít og hana nota ég til að prufa mig á áfram og reyna nýja hluti, hún er eiginlega orðin eins og skissubók. Á henni eru alls konar tilraunir. Sýningin núna er svolítið unnin út frá þessari skissupeysu. Svo fer ég með hugmyndirnar lengra á hverri og einni peysu.“ Hún segist frekar fá innblástur frá peysunum sjálfum en annars staðar úr umhverfinu. „Minn stíll er þannig að ég enda mjög oft á að nota einhverja líkamsparta, andlit og líffæri í verkunum og gera þar með peysurnar að einhverjum lifandi verum.“ Í sumar hefur hefur Ýr verið að undirbúa verk með sviðlistahópnum CGFC. „Í sumar erum við búin að vera að vinna að verki sem fjallar fyrst og fremst um kartöflur en líka naslmenningu á Íslandi. Sumarið fór sem sagt í víðtæka rannsóknarvinnu. Verkið verður svo frumsýnt í Borgarleikhúsinu 24. október,“ segir Ýr. Sýningin Ýrúrarí: Svona myndi ég ekki gera verður opnuð núna á laugardaginn klukkan 20.00. Menning Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður sem gerir skemmtileg og óvenjuleg listaverk úr peysum. Hún lærði í Myndlistarskólanum í Reykjavík og The Glasgow School of Art, og er nú á leið í nám í Listaháskóla Íslands í haust. Ýr hannar undir nafninu Ýrúrarí og mun opna einkasýningu næsta laugardag í Gallerý Porti. „Ég hef verið að vinna undir þessu listamannsnafni frá því árið 2012. Þá byrjaði ég að prjóna peysur, svona skrautlegar og skemmtilegar peysur. Það var tímafrekt að prjóna peysurnar frá grunni og því voru þær svo dýrar í sölu. Undanfarin ár hef ég verið að vinna meira með að taka notaðar peysur og nota þær sem nokkurs konar striga,“ segir Ýr. Hún segir að það sé líka vegna umhverfissjónarmiða og gott sé að endurnýta peysurnar á þennan hátt og þar með gefa þeim nýtt líf. „Það að þurfa ekki að prjóna peysurnar frá grunni þýðir að ég hef meiri tíma til að leika mér með þær og skreyta þær. En já, eins og ég sagði, þá nota ég peysurnar núna eins og striga, teikna á þær með garninu og prjóna.“ Á sýningunni í Gallerý Porti fer Ýr í aðeins aðra átt. „Á henni eru peysur sem ég hef tekið meira í sundur og eru ekki ætlaðar til notkunar beint. Núna fer ég aðeins verr með þær en ég hef verið að gera, enda þessar peysur meira hugsaðar sem listaverk. Ég hugsaði þetta eins og DNA, ég væri að brjóta upp DNA-ið í þeim og fara inn í lykkjurnar og vinna ofan í hverja peysu,“ segir Ýr. „Á sýningunni eru til dæmis íslensk lopapeysa og norsk lopapeysa sem ég hef gatað og gjörbreytt.“ Hún segir það hafa vakið áhuga sinn að taka sígildar peysur og breyta þeim í listaverk. Í febrúar síðastliðnum voru peysur Ýrar sýndar í glugga Textile Arts Center í New York. Upp úr því spratt svo nýja sýningin . „Þetta eru samt allt ný verk, fyrir utan fyrstu peysuna sem ég kalla skissupeysuna. Hún er hvít og hana nota ég til að prufa mig á áfram og reyna nýja hluti, hún er eiginlega orðin eins og skissubók. Á henni eru alls konar tilraunir. Sýningin núna er svolítið unnin út frá þessari skissupeysu. Svo fer ég með hugmyndirnar lengra á hverri og einni peysu.“ Hún segist frekar fá innblástur frá peysunum sjálfum en annars staðar úr umhverfinu. „Minn stíll er þannig að ég enda mjög oft á að nota einhverja líkamsparta, andlit og líffæri í verkunum og gera þar með peysurnar að einhverjum lifandi verum.“ Í sumar hefur hefur Ýr verið að undirbúa verk með sviðlistahópnum CGFC. „Í sumar erum við búin að vera að vinna að verki sem fjallar fyrst og fremst um kartöflur en líka naslmenningu á Íslandi. Sumarið fór sem sagt í víðtæka rannsóknarvinnu. Verkið verður svo frumsýnt í Borgarleikhúsinu 24. október,“ segir Ýr. Sýningin Ýrúrarí: Svona myndi ég ekki gera verður opnuð núna á laugardaginn klukkan 20.00.
Menning Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira