Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 3-1 | Fylkir heldur fluginu áfram Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 22:15 vísir/daníel Fylkir vann öruggan sigur 3-1 sigur á Stjörnunni í Árbænum í kvöld. Þetta er fjórði sigur Fylkis í röð sem eru nú með 19 stig í fimmta sæti deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað þar sem Fylkir var þó ívið betri aðilinn. Fyrsta mark leiksins kom á 23. mínútu þegar Ída Marín Hermannsdóttir skoraði fyrir heimamenn. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var leikurinn heldur rólegur þar sem Fylkir hafði yfirhöndina inná miðsvæðinu en engin opin færi sköpuðust hjá liðunum, aðeins hálffæri sem markmennirnir áttu ekki í vandræðum með. Fylkir leiddi að fyrri hálfleik loknum með einu marki gegn engu. Strax í upphafi síðari hálfleiks fékk Fylkir vítaspyrnu. Ída Marín átti þá góðan sprett upp völlinn þar sem Anna María Baldursdóttir var of sein í boltann, Ída Marín fór sjálf á punktinn, skoraði af öryggi og tvöfaldaði þar með forystu Fylkis. Þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka innsiglaði Bryndís Arna Níelsdóttir sigur Fylkis þegar hún skoraði þriðja mark þeirra. Stjarnan pressaði það sem eftir lifði leiks og freistaði þess að skora sem þeim tókst. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma og leiknum lauk svo skömmu síðar. Lokatölur í Árbænum því 3-1, Fylki í vil.Af hverju vann Fylkir? Fylkir hafði yfirburði í þessum leik á flest öllum vígstöðvum. Þær voru hættulegri fram á við, þéttari á miðsvæðinu og stóðu vörnina vel. Hverjar stóðu upp úr?Ída Marín Hermannsdóttir var yfirburðar best í þessum leik, skoraði tvö mörk og lagði upp þriðja. Ásamt því átti hún ótal færi og kom að öllum aðgerðum sem áttu sér stað inná vallarhelmingi gestanna. Berglind Rós, Þórdís Elva og Marija Radojicic áttu allar góðan leik í dag. Hvað gekk illa? Það vantaði alla baráttu í lið Stjörnunnar. Þær töpuðu ítrekað baráttunni maður á mann og þeim vantaði allan vilja til að klára þau færi sem þær náðu að skapa sér. Hvað er framundan? Í næstu umferð fær Stjarnan ÍBV í heimsókn í Garðabæinn á meðan Fylkir mætir HK/Víkingi sem vermir neðsta sæti deildarinnar. Kjartan: Hún er klárlega eitt mesta efni sem Ísland hefur átt„Þetta er líklega einn best spilaði leikurinn hjá okkur í sumar“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og segir Kjartan að hann sé búin að finna liðið sitt aftur „Ég er gríðalega sáttur við liðið. Það var slæmt að missa tvo góða leikmenn frá okkur sem voru í byrjunarliði“ sagði Kjartan en Fylkir missti þær Stefaníu Ragnarsdóttir úr láni aftur til Vals og Huldu Hrund Arnarsdóttir sem er í námi í Bandaríkjunum „Auðvitað erum við aðeins búnar að missa úr hópnum svo við vorum pínu titrandi yfir þessum leik. Við þurftum að kalla til nokkra leikmenn sem voru hættir að spila fótbolta. Allavega annar þeirra spilaði í dag, Rut Kristjánsdóttir, við fengum hana til að setja á sig takkaskóna“ sagði Kjartan og bætti því við að hún hafi aðeins tekið tvær æfingar með þeim fyrir leikinn í dag og hrósaði henni síðan fyrir sína frammistöðu í dag „Hún er bara stórkostlegur knattspyrnumaður og það er nátturlega bara bjánalegt að hún ætli að hætta. Ég er að reyna að ná henni áfram, hún tekur allavega einn leik í einu og við sjáum til hvort okkur takist að halda henni áfram“ Fylkir hafði ekki unnið leik í rúma tvo mánuði þegar liðið lagði Þór/KA að velli. Fylkir hefur unnið alla leiki síðan og segir Kjartan að eftir tapið í bikarleiknum hafi liðið farið að smella saman. „Það er oft talað um að finna liðið sitt, ég taldi mig hafa fundið liðið fyrir mót en svo fórum við að missa leikmenn í meiðsli og það tók bara tíma að finna liðið aftur. Mér fannst ég finna það í bikarleiknum, eftir það tap þá höfum við náð vopnum okkar aftur og spilað vel.“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, var í gær valin í landsliðshóp A-landsliðs kvenna. Kjartan segir þetta mjög góð ákvörðun hjá landsliðsþjálfurunum og telur hann hana ekki of unga til að vera valinn strax. Hann segir að hún sé efnilegasti markvörður sem Ísland hefur átt og það sé skynsamlegt að leyfa henni að læra strax af eldri og reyndari markvörðum landsliðsins. „Ég er ofboðslega glaður, bæði fyrir hennar hönd og okkar Fylkis-manna. Hún er klárlega eitt mesta efni sem Ísland hefur átt milli stanganna. Mér finnst landsliðsþjálfarar hafa gert rétt með því að velja hana. Þarna eru góðir markmenn sem hún getur lært mikið af sem og aðrir eldri leikmenn.“ Kristján Guðmundssonar ávallt ferskur.vísir/daníelKristján Guðmunds: Ída Marín gerði upp þennan leikKristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að Fylkir geti þakkað Ídu Marín Hermannsdóttur sigurinn, að hún hafi verið munurinn á liðinum í dag. „Mér finnst munurinn vera fyrst og fremst Ída Marín í leiknum. Hún gaf tóninn strax á fyrstu mínútu þegar hún komst í gegn og Birta varði. Hún fær svo víti og skorar mark“ sagði Kristján en Ída Marín var þeim ansi erfið enda allt í öllu Kristján viðurkenni að það hafi vantað allan kraft í stelpurnar í fyrri hálfleik en að hann sé hinsvegar ánægður með það hvernig þær mættu út í þann síðari Það var smá doði yfir liðinu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að klára neitt á markið en við gerðum það í seinni hálfleik og komum aðeins til baka. Það var ágætt að við bitum frá okkur og settum pressu á þær. Við sýndum að við gáfumst ekki upp og ég er ánægður með þetta mark sem við skorum hérna í lokin. Kristján segir það ekki áhyggjuefni þótt liðið sé aðeins þremur stigum frá fallsæti, hann telur deildina vera það jafna og að þetta sé fljótt að breytast. „Ég lít á deildina sem mjög jafna, það er svo lítið sem þarf að gerast í svona leikjum því liðin eru svo jöfn. Eins og gerist í dag, Ída Marín tekur af skarið, þegar hún fær þessi hlaup þá er hún stórhætturleg og hún gerir bara upp þennan leik.“ sagði Kristján að lokum Cecilía Rán Rúnarsdóttir er valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn.Vísir/BáraCecilía Rán: Þetta kom ekki það mikið á óvart„Ég er mjög ánægð“ sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis. Hún var í gær valin í A-landslið kvenna aðeins 16 ára gömul. Hún hefur fengið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Fylki og uppskeran eftir því. „Við settum okkur skýrari markmið fyrir þessa leiki og þau eru að nást. Núna þurfum við bara að halda svona áfram og hugsa um næsta leik.“ Cecilía segir að heppnin hafi ekki alveg verið með þeim framan af en eftir sigurinn gegn Þór/KA hafi þetta farið að rúlla vel hjá þeim. Hún hrósar ekki bara Ídu fyrir sína frammistöðu í dag heldur öllu liðinu og þeirra framlagi. „Ída er nátturlega frábær en svo skoraði Bryndís líka. Þetta var bara frábærlega uppsettur leikur hjá þjálfurunum, þeir undirbjuggu okkur vel og við vorum klárar í hann.“ Cecilía Rán átti góðan dag en hann toppaði ekki gærdaginn þegar hún var valin í A-landsliðshóp kvenna í fyrsta skiptið. „Ég var auðvitað mjög ánægð. Ég og Þorsteinn Magnússon, markmanns þjálfarinn minn, höfðum sett okkur markmið þannig að þetta kom ekki það mikið á óvart en kannski kom það á óvart hversu snemma þetta var.“ sagði Cecilía sem segir að hún hafi alltaf haft skýr markmið um að komast í landsliðið og haft fulla trú á því að það tækist, en ekki svona snemma. „Nú hefst alvöru vinnan. Nú þurfum við bara að setja skýrari markmið og halda áfram“ „Það hefur verið frábært að fá traustið hjá Fylki og Kjartani þjálfari. Hann og Steini eiga risa stóran þátt í þessu og í þessum árangri sem ég hef náð.“ sagði Cecilía að lokum Pepsi Max-deild kvenna
Fylkir vann öruggan sigur 3-1 sigur á Stjörnunni í Árbænum í kvöld. Þetta er fjórði sigur Fylkis í röð sem eru nú með 19 stig í fimmta sæti deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað þar sem Fylkir var þó ívið betri aðilinn. Fyrsta mark leiksins kom á 23. mínútu þegar Ída Marín Hermannsdóttir skoraði fyrir heimamenn. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var leikurinn heldur rólegur þar sem Fylkir hafði yfirhöndina inná miðsvæðinu en engin opin færi sköpuðust hjá liðunum, aðeins hálffæri sem markmennirnir áttu ekki í vandræðum með. Fylkir leiddi að fyrri hálfleik loknum með einu marki gegn engu. Strax í upphafi síðari hálfleiks fékk Fylkir vítaspyrnu. Ída Marín átti þá góðan sprett upp völlinn þar sem Anna María Baldursdóttir var of sein í boltann, Ída Marín fór sjálf á punktinn, skoraði af öryggi og tvöfaldaði þar með forystu Fylkis. Þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka innsiglaði Bryndís Arna Níelsdóttir sigur Fylkis þegar hún skoraði þriðja mark þeirra. Stjarnan pressaði það sem eftir lifði leiks og freistaði þess að skora sem þeim tókst. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma og leiknum lauk svo skömmu síðar. Lokatölur í Árbænum því 3-1, Fylki í vil.Af hverju vann Fylkir? Fylkir hafði yfirburði í þessum leik á flest öllum vígstöðvum. Þær voru hættulegri fram á við, þéttari á miðsvæðinu og stóðu vörnina vel. Hverjar stóðu upp úr?Ída Marín Hermannsdóttir var yfirburðar best í þessum leik, skoraði tvö mörk og lagði upp þriðja. Ásamt því átti hún ótal færi og kom að öllum aðgerðum sem áttu sér stað inná vallarhelmingi gestanna. Berglind Rós, Þórdís Elva og Marija Radojicic áttu allar góðan leik í dag. Hvað gekk illa? Það vantaði alla baráttu í lið Stjörnunnar. Þær töpuðu ítrekað baráttunni maður á mann og þeim vantaði allan vilja til að klára þau færi sem þær náðu að skapa sér. Hvað er framundan? Í næstu umferð fær Stjarnan ÍBV í heimsókn í Garðabæinn á meðan Fylkir mætir HK/Víkingi sem vermir neðsta sæti deildarinnar. Kjartan: Hún er klárlega eitt mesta efni sem Ísland hefur átt„Þetta er líklega einn best spilaði leikurinn hjá okkur í sumar“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og segir Kjartan að hann sé búin að finna liðið sitt aftur „Ég er gríðalega sáttur við liðið. Það var slæmt að missa tvo góða leikmenn frá okkur sem voru í byrjunarliði“ sagði Kjartan en Fylkir missti þær Stefaníu Ragnarsdóttir úr láni aftur til Vals og Huldu Hrund Arnarsdóttir sem er í námi í Bandaríkjunum „Auðvitað erum við aðeins búnar að missa úr hópnum svo við vorum pínu titrandi yfir þessum leik. Við þurftum að kalla til nokkra leikmenn sem voru hættir að spila fótbolta. Allavega annar þeirra spilaði í dag, Rut Kristjánsdóttir, við fengum hana til að setja á sig takkaskóna“ sagði Kjartan og bætti því við að hún hafi aðeins tekið tvær æfingar með þeim fyrir leikinn í dag og hrósaði henni síðan fyrir sína frammistöðu í dag „Hún er bara stórkostlegur knattspyrnumaður og það er nátturlega bara bjánalegt að hún ætli að hætta. Ég er að reyna að ná henni áfram, hún tekur allavega einn leik í einu og við sjáum til hvort okkur takist að halda henni áfram“ Fylkir hafði ekki unnið leik í rúma tvo mánuði þegar liðið lagði Þór/KA að velli. Fylkir hefur unnið alla leiki síðan og segir Kjartan að eftir tapið í bikarleiknum hafi liðið farið að smella saman. „Það er oft talað um að finna liðið sitt, ég taldi mig hafa fundið liðið fyrir mót en svo fórum við að missa leikmenn í meiðsli og það tók bara tíma að finna liðið aftur. Mér fannst ég finna það í bikarleiknum, eftir það tap þá höfum við náð vopnum okkar aftur og spilað vel.“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, var í gær valin í landsliðshóp A-landsliðs kvenna. Kjartan segir þetta mjög góð ákvörðun hjá landsliðsþjálfurunum og telur hann hana ekki of unga til að vera valinn strax. Hann segir að hún sé efnilegasti markvörður sem Ísland hefur átt og það sé skynsamlegt að leyfa henni að læra strax af eldri og reyndari markvörðum landsliðsins. „Ég er ofboðslega glaður, bæði fyrir hennar hönd og okkar Fylkis-manna. Hún er klárlega eitt mesta efni sem Ísland hefur átt milli stanganna. Mér finnst landsliðsþjálfarar hafa gert rétt með því að velja hana. Þarna eru góðir markmenn sem hún getur lært mikið af sem og aðrir eldri leikmenn.“ Kristján Guðmundssonar ávallt ferskur.vísir/daníelKristján Guðmunds: Ída Marín gerði upp þennan leikKristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að Fylkir geti þakkað Ídu Marín Hermannsdóttur sigurinn, að hún hafi verið munurinn á liðinum í dag. „Mér finnst munurinn vera fyrst og fremst Ída Marín í leiknum. Hún gaf tóninn strax á fyrstu mínútu þegar hún komst í gegn og Birta varði. Hún fær svo víti og skorar mark“ sagði Kristján en Ída Marín var þeim ansi erfið enda allt í öllu Kristján viðurkenni að það hafi vantað allan kraft í stelpurnar í fyrri hálfleik en að hann sé hinsvegar ánægður með það hvernig þær mættu út í þann síðari Það var smá doði yfir liðinu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að klára neitt á markið en við gerðum það í seinni hálfleik og komum aðeins til baka. Það var ágætt að við bitum frá okkur og settum pressu á þær. Við sýndum að við gáfumst ekki upp og ég er ánægður með þetta mark sem við skorum hérna í lokin. Kristján segir það ekki áhyggjuefni þótt liðið sé aðeins þremur stigum frá fallsæti, hann telur deildina vera það jafna og að þetta sé fljótt að breytast. „Ég lít á deildina sem mjög jafna, það er svo lítið sem þarf að gerast í svona leikjum því liðin eru svo jöfn. Eins og gerist í dag, Ída Marín tekur af skarið, þegar hún fær þessi hlaup þá er hún stórhætturleg og hún gerir bara upp þennan leik.“ sagði Kristján að lokum Cecilía Rán Rúnarsdóttir er valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn.Vísir/BáraCecilía Rán: Þetta kom ekki það mikið á óvart„Ég er mjög ánægð“ sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis. Hún var í gær valin í A-landslið kvenna aðeins 16 ára gömul. Hún hefur fengið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Fylki og uppskeran eftir því. „Við settum okkur skýrari markmið fyrir þessa leiki og þau eru að nást. Núna þurfum við bara að halda svona áfram og hugsa um næsta leik.“ Cecilía segir að heppnin hafi ekki alveg verið með þeim framan af en eftir sigurinn gegn Þór/KA hafi þetta farið að rúlla vel hjá þeim. Hún hrósar ekki bara Ídu fyrir sína frammistöðu í dag heldur öllu liðinu og þeirra framlagi. „Ída er nátturlega frábær en svo skoraði Bryndís líka. Þetta var bara frábærlega uppsettur leikur hjá þjálfurunum, þeir undirbjuggu okkur vel og við vorum klárar í hann.“ Cecilía Rán átti góðan dag en hann toppaði ekki gærdaginn þegar hún var valin í A-landsliðshóp kvenna í fyrsta skiptið. „Ég var auðvitað mjög ánægð. Ég og Þorsteinn Magnússon, markmanns þjálfarinn minn, höfðum sett okkur markmið þannig að þetta kom ekki það mikið á óvart en kannski kom það á óvart hversu snemma þetta var.“ sagði Cecilía sem segir að hún hafi alltaf haft skýr markmið um að komast í landsliðið og haft fulla trú á því að það tækist, en ekki svona snemma. „Nú hefst alvöru vinnan. Nú þurfum við bara að setja skýrari markmið og halda áfram“ „Það hefur verið frábært að fá traustið hjá Fylki og Kjartani þjálfari. Hann og Steini eiga risa stóran þátt í þessu og í þessum árangri sem ég hef náð.“ sagði Cecilía að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti