Bubbi söng um hommana á Borginni með taktlausan forseta á fremsta bekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2019 11:00 Bubbi Morthens sagði sögur frá þeim tímum þar sem orðið hommi var ljótt orð á vörum margra. Síðan hefur margt breyst til hins betra. Vísir/Kolbeinn Tumi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru heiðursgestir á opnunarhátíð Hinsegin daga sem fram fór í stóra salnum í Háskólabíó í gærkvöldi. Þau segja mikilvægt að styðja í verki gildi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu. Nokkur hundruð manns voru mætt á skemmtunina sem hófst með fordrykk klukkan 20 og enn voru helstu stuðboltar að dansa í anddyri bíósins eftir miðnætti. Meðal þeirra sem fram komu á hátíðinni voru tónlistarfólkið Lay Low, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar og Selma Björnsdóttir auk danslistamannsins Andrean Sigurgeirssonar sem kom fram með hópi kvendansara. Listamenn komu fram í stórglæsilegu dragi en sumir þeirra sem komu fram í gær gerðu það líka á fyrstu hátíðinni árið 1999. Bubbi flutti nýtt lag á hátíðinni, lagið Regnbogans stræti, af samnefndri plötu sem kemur út í dag. Þá flutti hann sömuleiðis Strákarnir á Borginni sem vakti mikla lukku. Var það rifjað upp að Bubbi hefði verið í fararbroddi í að sýna samkynhneigðum stuðning í verki á sínum tíma.Klippa: Bubbi - Strákarnir á Borginni (opnun Reykjavík Pride) Þá flutti Aaron Ísak Berry nýja útgáfu af laginu Ég er eins og ég er og slúttaði þar með kvöldinu. Aaron Ísak sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor.Heiður að geta þegið boðið Forsetahjónin skemmtu sér vel á hátíðinni á fremsta bekk, klöppuðu með og jafnvel mátti sjá varir hreyfast í helstu Eurovision slögurum þegar leið á kvöldið. Að skemmtun lokinni, þegar ljósin höfðu verið kveikt, voru fjölmargir sem gáfu sig á tal við hjónin og smellt var í nokkrar sjálfur.Forsetahjónin voru með þeim síðustu til að yfirgefa Háskólabíó enda vildu margir ræða aðeins við þau um daginn og veginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Oh my god,“ heyrðist í erlendum gesti sem kynnt var fyrir forsetahjónunum. Þau kipptu sér lítið upp við það, buðu upp á myndatökur og spjall áður en blaðamaður náði að ræða við þau í stutta stund. Komið langt fram yfir miðnætti en dagskráin dróst töluvert á langin þó skemmtileg væri. „Það er heiður og ánægja að því að vera boðið og geta þegið gott boð. Það var bæði skemmtanagildið og svo hitt að geta stutt í verki gildi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu. Hér var gott að vera í góðra vina hópi,“ sagði Guðni forseti. Eliza talaði á sömu nótum. „Það var ótrúleg stemmning eins og alltaf og mjög gaman. Mér finnst mikilvægt að mæta og sýna öllu samfélaginu stuðning.“Magnús Magnús Magnússon sem Hallgrímur Ólafsson túlkaði eftirminnilega.RÚVLítill Magnús Magnús Magnússon Forsetahjónin klöppuðu með þegar við átti. Fólk grínaðist með það að Guðni væri líklega ekki taktfastasti forseti sögunnar þegar kæmi að klappinu. Hans styrkleikar lægju á öðrum sviðum.Blaðamaður hitti á forsetahjónin í Hollandi 2017 þar sem klappgeta Guðna var til umræðu í framhaldi af áramótaskaupinu þar sem Magnús Magnús Magnússon, stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu, fór mikinn. Honum var fyrirmunað að ná að klappa með Víkingaklappinu. Guðni hefur lítið bætt sig á þessu sviði. „Hann er alveg eins vondur og áður,“ sagði Eliza og hló. „En hann reyndi og það skiptir mestu máli. Við erum öll bara eins og við erum.“ Guðni bætti við að í honum væri einfaldlega lítill Magnús Magnús Magnússon. Hinsegin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru heiðursgestir á opnunarhátíð Hinsegin daga sem fram fór í stóra salnum í Háskólabíó í gærkvöldi. Þau segja mikilvægt að styðja í verki gildi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu. Nokkur hundruð manns voru mætt á skemmtunina sem hófst með fordrykk klukkan 20 og enn voru helstu stuðboltar að dansa í anddyri bíósins eftir miðnætti. Meðal þeirra sem fram komu á hátíðinni voru tónlistarfólkið Lay Low, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar og Selma Björnsdóttir auk danslistamannsins Andrean Sigurgeirssonar sem kom fram með hópi kvendansara. Listamenn komu fram í stórglæsilegu dragi en sumir þeirra sem komu fram í gær gerðu það líka á fyrstu hátíðinni árið 1999. Bubbi flutti nýtt lag á hátíðinni, lagið Regnbogans stræti, af samnefndri plötu sem kemur út í dag. Þá flutti hann sömuleiðis Strákarnir á Borginni sem vakti mikla lukku. Var það rifjað upp að Bubbi hefði verið í fararbroddi í að sýna samkynhneigðum stuðning í verki á sínum tíma.Klippa: Bubbi - Strákarnir á Borginni (opnun Reykjavík Pride) Þá flutti Aaron Ísak Berry nýja útgáfu af laginu Ég er eins og ég er og slúttaði þar með kvöldinu. Aaron Ísak sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor.Heiður að geta þegið boðið Forsetahjónin skemmtu sér vel á hátíðinni á fremsta bekk, klöppuðu með og jafnvel mátti sjá varir hreyfast í helstu Eurovision slögurum þegar leið á kvöldið. Að skemmtun lokinni, þegar ljósin höfðu verið kveikt, voru fjölmargir sem gáfu sig á tal við hjónin og smellt var í nokkrar sjálfur.Forsetahjónin voru með þeim síðustu til að yfirgefa Háskólabíó enda vildu margir ræða aðeins við þau um daginn og veginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Oh my god,“ heyrðist í erlendum gesti sem kynnt var fyrir forsetahjónunum. Þau kipptu sér lítið upp við það, buðu upp á myndatökur og spjall áður en blaðamaður náði að ræða við þau í stutta stund. Komið langt fram yfir miðnætti en dagskráin dróst töluvert á langin þó skemmtileg væri. „Það er heiður og ánægja að því að vera boðið og geta þegið gott boð. Það var bæði skemmtanagildið og svo hitt að geta stutt í verki gildi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu. Hér var gott að vera í góðra vina hópi,“ sagði Guðni forseti. Eliza talaði á sömu nótum. „Það var ótrúleg stemmning eins og alltaf og mjög gaman. Mér finnst mikilvægt að mæta og sýna öllu samfélaginu stuðning.“Magnús Magnús Magnússon sem Hallgrímur Ólafsson túlkaði eftirminnilega.RÚVLítill Magnús Magnús Magnússon Forsetahjónin klöppuðu með þegar við átti. Fólk grínaðist með það að Guðni væri líklega ekki taktfastasti forseti sögunnar þegar kæmi að klappinu. Hans styrkleikar lægju á öðrum sviðum.Blaðamaður hitti á forsetahjónin í Hollandi 2017 þar sem klappgeta Guðna var til umræðu í framhaldi af áramótaskaupinu þar sem Magnús Magnús Magnússon, stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu, fór mikinn. Honum var fyrirmunað að ná að klappa með Víkingaklappinu. Guðni hefur lítið bætt sig á þessu sviði. „Hann er alveg eins vondur og áður,“ sagði Eliza og hló. „En hann reyndi og það skiptir mestu máli. Við erum öll bara eins og við erum.“ Guðni bætti við að í honum væri einfaldlega lítill Magnús Magnús Magnússon.
Hinsegin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira