Dóttir Bruce Lee segir Tarantino hæðast að föður sínum í Once Upon a Time in Hollywood Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 16:27 Mike Moh sem Bruce Lee. IMDB Shannon Lee, dóttir bardagalistagoðsagnarinnar Bruce Lee, hefur gagnrýnt leikstjórann Quentin Tarantino harðlega vegna þess hvernig faðir hennar er sýndur í myndinni Once Upon a Time in Hollywood.Þessi grein inniheldur upplýsingar sem gætu spillt fyrir áhorfi. Er lesendum því ráðlagt að láta staðar numið hér ef þeir vilja ekkert vita áður en þeir sjá myndina.Shannon segir í samtali við The Wrap að henni blöskri það að faðir hennar sé túlkaður sem hrokagjarn fáviti í myndinni. Leikarinn Mike Moh leikur Bruce Lee í myndinni en hann sést þar á móti persónunni Cliff Booth, sem Brad Pitt leikur, á tökustað þáttanna um The Green Hornet. Segir hún föður sinn hafa verið sýndan sem mann þjakaðan af minnimáttarkennd sem fær mikla útreið eftir að hafa ögrað persónu Brad Pitt. Hún segir það vera fjarri sannleikanum, faðir hennar þurfti að leggja þrefalt harðar af sér en aðrir til að ná langt í kvikmyndabransanum. Henni þótti því afar óþægilegt að hlusta á hlátursköllin í kvikmyndasalnum á kostnað föður hennar. Hún telur að Tarantino hafi haft mikið um það að segja hvernig faðir hennar var sýndur í þessari mynd og hann hafi stýrt leikaranum í þá átt. „Ég hef áhuga á að auka vitneskju um það hvernig Bruce Lee var í raun og veru og hvernig hann lifði lífi sínu. Öll sú vinna er nánast til einskis vegna þessarar túlkunar þar sem faðir minn er sýndur sem hrokafullur boxpúði. Ég skil að þeir vildu sýna persónu Brad Pitt sem hörkutól sem gat barið Bruce Lee. En það þurfti ekki að vanvirða hann á þennan hátt líkt og hvíta Hollywood gerði á meðan hann lifði.“ Shannon hafði áður ratað í fjölmiðla þegar hún gagnrýndi Tarantino fyrir að hafa ekki samband við sig og spyrjast fyrir um föður hennar. Myndin er í sýningum í Bandaríkjunum en verður ekki sýnd á Íslandi fyrr en 14. ágúst. Myndin gerist á gullöld Hollywod á sjöundaáratug síðustu aldar og segir frá úr sér gengnum sjónvarpsleikara, leikinn af Leonardo DiCaprio, sem má muna fífil sinn fegurri og þráir að vera tekinn alvarlega. Hann og áhættuleikarinn hans, leikinn af Brad Pitt, flækjast á einhvern hátt í félagsskap Charles Manson og fylgismanna hans sem báru ábyrgð á dauða Sharon Tate, leikin af Margot Robbie í myndinni, sem var leikkona og eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Áttu þau von á barni saman þegar Tate var myrt. Í myndinni flytja Polanski og Tate í næsta hús við leikarann Rick Dalton, sem DiCaprio leikur, og hann tilkynnir áhættuleikaranum í kjölfarið að hann sé aðeins einu sundlaugarpartíi frá því að fá næsta stóra tækifæri. Árið 1969 var Polanski einn af heitustu leikstjórum Hollywood eftir að hrollvekja hans, Rosemary´s Baby, hafði slegið í gegn. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Shannon Lee, dóttir bardagalistagoðsagnarinnar Bruce Lee, hefur gagnrýnt leikstjórann Quentin Tarantino harðlega vegna þess hvernig faðir hennar er sýndur í myndinni Once Upon a Time in Hollywood.Þessi grein inniheldur upplýsingar sem gætu spillt fyrir áhorfi. Er lesendum því ráðlagt að láta staðar numið hér ef þeir vilja ekkert vita áður en þeir sjá myndina.Shannon segir í samtali við The Wrap að henni blöskri það að faðir hennar sé túlkaður sem hrokagjarn fáviti í myndinni. Leikarinn Mike Moh leikur Bruce Lee í myndinni en hann sést þar á móti persónunni Cliff Booth, sem Brad Pitt leikur, á tökustað þáttanna um The Green Hornet. Segir hún föður sinn hafa verið sýndan sem mann þjakaðan af minnimáttarkennd sem fær mikla útreið eftir að hafa ögrað persónu Brad Pitt. Hún segir það vera fjarri sannleikanum, faðir hennar þurfti að leggja þrefalt harðar af sér en aðrir til að ná langt í kvikmyndabransanum. Henni þótti því afar óþægilegt að hlusta á hlátursköllin í kvikmyndasalnum á kostnað föður hennar. Hún telur að Tarantino hafi haft mikið um það að segja hvernig faðir hennar var sýndur í þessari mynd og hann hafi stýrt leikaranum í þá átt. „Ég hef áhuga á að auka vitneskju um það hvernig Bruce Lee var í raun og veru og hvernig hann lifði lífi sínu. Öll sú vinna er nánast til einskis vegna þessarar túlkunar þar sem faðir minn er sýndur sem hrokafullur boxpúði. Ég skil að þeir vildu sýna persónu Brad Pitt sem hörkutól sem gat barið Bruce Lee. En það þurfti ekki að vanvirða hann á þennan hátt líkt og hvíta Hollywood gerði á meðan hann lifði.“ Shannon hafði áður ratað í fjölmiðla þegar hún gagnrýndi Tarantino fyrir að hafa ekki samband við sig og spyrjast fyrir um föður hennar. Myndin er í sýningum í Bandaríkjunum en verður ekki sýnd á Íslandi fyrr en 14. ágúst. Myndin gerist á gullöld Hollywod á sjöundaáratug síðustu aldar og segir frá úr sér gengnum sjónvarpsleikara, leikinn af Leonardo DiCaprio, sem má muna fífil sinn fegurri og þráir að vera tekinn alvarlega. Hann og áhættuleikarinn hans, leikinn af Brad Pitt, flækjast á einhvern hátt í félagsskap Charles Manson og fylgismanna hans sem báru ábyrgð á dauða Sharon Tate, leikin af Margot Robbie í myndinni, sem var leikkona og eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Áttu þau von á barni saman þegar Tate var myrt. Í myndinni flytja Polanski og Tate í næsta hús við leikarann Rick Dalton, sem DiCaprio leikur, og hann tilkynnir áhættuleikaranum í kjölfarið að hann sé aðeins einu sundlaugarpartíi frá því að fá næsta stóra tækifæri. Árið 1969 var Polanski einn af heitustu leikstjórum Hollywood eftir að hrollvekja hans, Rosemary´s Baby, hafði slegið í gegn.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein