Fótbolti

Zidane útskýrir fjarveru Bale gegn Tottenham í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale í leik með Real á dögunum.
Bale í leik með Real á dögunum. vísir/getty
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, ferðaðist ekki með liðinu til Þýskalands vegna þess að hann var ekki klár í slaginn. Frá þessu greinir stjórinn, Zinedine Zidane.

Mikið hefur gengið á hjá Real og Bale þetta sumarið en Frakkinn Zidane hefur komið fram í fjölmiðlum og sagt að hann hafi engan áhuga á að hafa Bale hjá félaginu.

Í síðustu viku var hann svo nærri því að ganga í raðir kínverska félagsins Jiangsu Suaning en Madrídarliðið stöðvaði félagaskipti hans á síðustu stundu.







Því kom á óvart að sjá ekki Bale í leikmannahópi Real sem spilaði gegn Tottenham í Þýskalandi í gær en á því eru eðlilegar skýringar að mati Zidane.

„Hann ferðaðist ekki með okkur því hann var ekki klár. Eftir samtal við læknanna þá var best fyrir hann að vera áfram í Madríd,“ sagði Zidane.

„Hann er þar og æfir. Þetta var sameiginleg ákvörðun milli leikmannsins, læknisteymisins og þjálfarans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×