Kastast í kekki á milli Japans og Suður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 07:30 Utanríkisráðherrann og sendiherrann funduðu í gær. Nordicphotos/AFP Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira