Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2019 22:00 Ásgeir Börkur hefur verið öflugur í síðustu leikjum. vísir/bára HK vann sinn þriðja leik í röð og fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum þegar liðið lagði FH að velli, 2-0, í Kórnum í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK á FH í deildarleik frá upphafi. Eins og við mátti búast voru FH-ingar miklu meira með boltann í leiknum. HK-ingar sköpuðu hins vegar hættulegustu færin. Arnþór Ari Atlason fékk dauðafæri á 14. mínútu en Daði Freyr Arnarsson varði frá honum. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Emil Atlason kom HK yfir með skalla af stuttu færi á 32. mínútu. Hörður Árnason átti þá fyrirgjöf frá vinstri, Máni Austmann Hilmarsson framlengdi boltann á fjærstöng á Emil sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Valgeir Valgeirsson magnaðan sprett inn í vítateig FH þar sem Guðmann Þórisson braut á honum. Þorvaldur Árnason dæmdi vítaspyrnu sem Atli Arnarson skoraði úr. Staðan 2-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Þrátt fyrir afleita spilamennsku í fyrri hálfleik og erfiða stöðu skánaði leikur FH lítið sem ekkert í þeim seinni. Arnar Freyr Ólafsson varði frá Steven Lennon á 66. mínútu og skömmu síðar vildi Skotinn fá víti en Þorvaldur lét sér fátt um finnast og dæmdi ekkert. Varnarleikur HK var gríðarlega öflugur í kvöld og liðið var aldrei líklegt til að missa forystuna niður eins og það hefur gert í nokkrum heimaleikjum í sumar. HK er áfram í 8. sæti deildarinnar en nú með 17 stig, jafn mörg og Íslandsmeistarar Vals. FH er með 19 stig í 6. sætinu.Af hverju vann HK? Heimamenn hafa verið á góðu skriði að undanförnu og eru útbólgnir af sjálfstrausti. Liðið spilaði varnarleikinn jafn vel og það hefur gert í flestum leikjum í sumar. Ofan á það bættist að HK-ingar þorðu að spila boltanum á milli sín, milli þess sem þeir sóttu hratt. Þrátt fyrir að vera án síns markahæsta manns í sumar, Ásgeirs Marteinssonar, voru HK-ingar hættulegir í sínum sóknaraðgerðum. Það skilaði tveggja marka forskoti sem heimamenn vörðu svo með kjafti og klóm í seinni hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Björn Berg Bryde var frábær í miðri vörn HK og við hlið hans átti Leifur Andri Leifsson sinn besta leik í sumar. Ásgeir Börkur Ásgeirsson hélt uppteknum hætti frá síðustu leikjum og þeir Atli vega hvorn annan vel upp á miðjunni. Ásgeir Börkur hefur ekki spilað jafn vel í mörg ár og það var afar klókt hjá HK að ná í Árbæinginn. Máni Austmann kom inn fyrir Ásgeir og átti skínandi góðan leik. Valgeir verður svo betri með hverjum leiknum og tilþrifin sem hann sýndi þegar hann sótti vítaspyrnuna voru mögnuð. Drengurinn er ekki orðinn 17 ára og framtíðin virðist afar björt hjá honum. Lennon var besti leikmaður FH og allt sem gerðist í sóknarleik liðsins fór í gegnum Skotann. Hann fékk hins vegar enga hjálp frá félögum sínum á miðjunni og á köntunum.Hvað gekk illa? FH-ingar voru átakanlega slakir og eins og Ólafur Kristjánsson, þjálfari þeirra, sagði eftir leik hékk ekkert saman hjá þeim og heildarbragurinn á liðinu var ekki góður. FH var með miðvörð í stöðu hægri bakvarðar og hægri bakvörð vinstra megin og ógnin af þeim var engin. Björn Daníel Sverrisson átti afleitan leik sem og Jónatan Ingi Jónsson sem var tekinn út af í hálfleik. Það vantar sárlega hraða í lið FH, bæði fremst og aftast á vellinum, og sóknarleikur liðsins er afar fyrirsjáanlegur. Flestir leikmenn liðsins vilja fá boltann í fætur og það vantar leikmenn sem geta hlaupið aftur fyrir varnir andstæðinganna, bæði til að opna fyrir sjálfa sig og samherja sína.Hvað gerist næst? HK fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn kemur og mætir svo ÍBV í Þjóðhátíðarleik í Eyjum laugardaginn 3. ágúst. Næsti leikur FH er gegn KA fyrir norðan á sunnudaginn. Þriðjudaginn 6. ágúst fá FH-ingar svo Skagamenn í heimsókn.Brynjar Björn og strákarnir hans hafa náð í tólf stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum.vísir/báraBrynjar Björn: Get ekki sagt nógu margt gott um Valgeir „Ég er hrikalega ánægður. Við stóðum vörnina ótrúlega vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Það breytti miklu að fara inn í hálfleik tveimur mörkum yfir en ekki einu. Það gaf okkur meira til að halda í. Við spiluðum góðan fótbolta og þetta var geggjuð frammistaða,“ sagði alsæll Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir sigurinn á FH í kvöld. En var þetta besti leikur HK í sumar? „Já, með okkar betri leikjum,“ svaraði Brynjar. „Við höfum spilað vel að undanförnu en kannski var þetta okkar besti leikur hingað til.“ Hinn 16 ára Valgeir Valgeirsson hefur komið eins og stormsveipur inn í lið HK. Hann skoraði sigurmarkið gegn KA í síðustu umferð og fiskaði svo víti eftir frábæran einleik í kvöld. „Ég get ekki sagt nógu margt gott um hann. Þetta er hrikalega efnilegur leikmaður sem hefur spilað vel og öðlast sjálfstraust. Hann er kominn inn í hraða leiksins og hefur verið meðal okkar hættulegustu manna í síðustu leikjum,“ sagði Brynjar að endingu.Ólafur var afar ósáttur með frammistöðu FH í Kórnum.vísir/vilhelmÓlafur: Þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa „Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla
HK vann sinn þriðja leik í röð og fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum þegar liðið lagði FH að velli, 2-0, í Kórnum í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK á FH í deildarleik frá upphafi. Eins og við mátti búast voru FH-ingar miklu meira með boltann í leiknum. HK-ingar sköpuðu hins vegar hættulegustu færin. Arnþór Ari Atlason fékk dauðafæri á 14. mínútu en Daði Freyr Arnarsson varði frá honum. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Emil Atlason kom HK yfir með skalla af stuttu færi á 32. mínútu. Hörður Árnason átti þá fyrirgjöf frá vinstri, Máni Austmann Hilmarsson framlengdi boltann á fjærstöng á Emil sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Valgeir Valgeirsson magnaðan sprett inn í vítateig FH þar sem Guðmann Þórisson braut á honum. Þorvaldur Árnason dæmdi vítaspyrnu sem Atli Arnarson skoraði úr. Staðan 2-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Þrátt fyrir afleita spilamennsku í fyrri hálfleik og erfiða stöðu skánaði leikur FH lítið sem ekkert í þeim seinni. Arnar Freyr Ólafsson varði frá Steven Lennon á 66. mínútu og skömmu síðar vildi Skotinn fá víti en Þorvaldur lét sér fátt um finnast og dæmdi ekkert. Varnarleikur HK var gríðarlega öflugur í kvöld og liðið var aldrei líklegt til að missa forystuna niður eins og það hefur gert í nokkrum heimaleikjum í sumar. HK er áfram í 8. sæti deildarinnar en nú með 17 stig, jafn mörg og Íslandsmeistarar Vals. FH er með 19 stig í 6. sætinu.Af hverju vann HK? Heimamenn hafa verið á góðu skriði að undanförnu og eru útbólgnir af sjálfstrausti. Liðið spilaði varnarleikinn jafn vel og það hefur gert í flestum leikjum í sumar. Ofan á það bættist að HK-ingar þorðu að spila boltanum á milli sín, milli þess sem þeir sóttu hratt. Þrátt fyrir að vera án síns markahæsta manns í sumar, Ásgeirs Marteinssonar, voru HK-ingar hættulegir í sínum sóknaraðgerðum. Það skilaði tveggja marka forskoti sem heimamenn vörðu svo með kjafti og klóm í seinni hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Björn Berg Bryde var frábær í miðri vörn HK og við hlið hans átti Leifur Andri Leifsson sinn besta leik í sumar. Ásgeir Börkur Ásgeirsson hélt uppteknum hætti frá síðustu leikjum og þeir Atli vega hvorn annan vel upp á miðjunni. Ásgeir Börkur hefur ekki spilað jafn vel í mörg ár og það var afar klókt hjá HK að ná í Árbæinginn. Máni Austmann kom inn fyrir Ásgeir og átti skínandi góðan leik. Valgeir verður svo betri með hverjum leiknum og tilþrifin sem hann sýndi þegar hann sótti vítaspyrnuna voru mögnuð. Drengurinn er ekki orðinn 17 ára og framtíðin virðist afar björt hjá honum. Lennon var besti leikmaður FH og allt sem gerðist í sóknarleik liðsins fór í gegnum Skotann. Hann fékk hins vegar enga hjálp frá félögum sínum á miðjunni og á köntunum.Hvað gekk illa? FH-ingar voru átakanlega slakir og eins og Ólafur Kristjánsson, þjálfari þeirra, sagði eftir leik hékk ekkert saman hjá þeim og heildarbragurinn á liðinu var ekki góður. FH var með miðvörð í stöðu hægri bakvarðar og hægri bakvörð vinstra megin og ógnin af þeim var engin. Björn Daníel Sverrisson átti afleitan leik sem og Jónatan Ingi Jónsson sem var tekinn út af í hálfleik. Það vantar sárlega hraða í lið FH, bæði fremst og aftast á vellinum, og sóknarleikur liðsins er afar fyrirsjáanlegur. Flestir leikmenn liðsins vilja fá boltann í fætur og það vantar leikmenn sem geta hlaupið aftur fyrir varnir andstæðinganna, bæði til að opna fyrir sjálfa sig og samherja sína.Hvað gerist næst? HK fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn kemur og mætir svo ÍBV í Þjóðhátíðarleik í Eyjum laugardaginn 3. ágúst. Næsti leikur FH er gegn KA fyrir norðan á sunnudaginn. Þriðjudaginn 6. ágúst fá FH-ingar svo Skagamenn í heimsókn.Brynjar Björn og strákarnir hans hafa náð í tólf stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum.vísir/báraBrynjar Björn: Get ekki sagt nógu margt gott um Valgeir „Ég er hrikalega ánægður. Við stóðum vörnina ótrúlega vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Það breytti miklu að fara inn í hálfleik tveimur mörkum yfir en ekki einu. Það gaf okkur meira til að halda í. Við spiluðum góðan fótbolta og þetta var geggjuð frammistaða,“ sagði alsæll Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir sigurinn á FH í kvöld. En var þetta besti leikur HK í sumar? „Já, með okkar betri leikjum,“ svaraði Brynjar. „Við höfum spilað vel að undanförnu en kannski var þetta okkar besti leikur hingað til.“ Hinn 16 ára Valgeir Valgeirsson hefur komið eins og stormsveipur inn í lið HK. Hann skoraði sigurmarkið gegn KA í síðustu umferð og fiskaði svo víti eftir frábæran einleik í kvöld. „Ég get ekki sagt nógu margt gott um hann. Þetta er hrikalega efnilegur leikmaður sem hefur spilað vel og öðlast sjálfstraust. Hann er kominn inn í hraða leiksins og hefur verið meðal okkar hættulegustu manna í síðustu leikjum,“ sagði Brynjar að endingu.Ólafur var afar ósáttur með frammistöðu FH í Kórnum.vísir/vilhelmÓlafur: Þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa „Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti