„Vettel ætti að yfirgefa Ferrari'' Bragi Þórðarson skrifar 22. júlí 2019 17:15 Vettel hefur ekki enn náð sigri á árinu Getty „Þegar Vettel var hjá Red Bull gerði hann varla mistök, þú gleymir ekki bara hvernig á að keyra. Afhverju gerir hann öll þessi mistök hjá Ferrari?'' sagði Helmut Marko, einn af stjórum Red Bull, í vikunni. Marko þekkir Þjóðverjan vel en saman unnu þeir fjóra heimsmeistaratitla þegar Vettel keyrði fyrir Red Bull. „Hann þarf að skipta um umhverfi, það er að segja skipta um lið'' bætti Marko við. Helmut heldur að Vettel sé ekki að fá sama stuðning hjá Ferrari og hann fékk hjá Red Bull. „Sebastian er blíður og góður maður, ekki eins harður og Michael Schumacher eða Fernando Alonso, sem stóðu sig alltaf vel hjá Ferrari''. Samningur Vettel hjá Ferrari er til ársins 2020. Í undanförnum keppnum hefur Þjóðverjinn tapað fyrir unga og efnilega liðsfélaga sínum, Charles Leclerc, og gæti því farið svo að Vettel vilji yfirgefa liðið eftir tímabilið. Það sama gerðist árið 2014, þá kom Daniel Ricciardo í Red Bull liðið sem liðsfélagi Vettel. Ricciardo stóð sig almennt betur en Þjóðverjinn sem leiddi til þess að Sebastian skipti yfir til Ferrari. Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
„Þegar Vettel var hjá Red Bull gerði hann varla mistök, þú gleymir ekki bara hvernig á að keyra. Afhverju gerir hann öll þessi mistök hjá Ferrari?'' sagði Helmut Marko, einn af stjórum Red Bull, í vikunni. Marko þekkir Þjóðverjan vel en saman unnu þeir fjóra heimsmeistaratitla þegar Vettel keyrði fyrir Red Bull. „Hann þarf að skipta um umhverfi, það er að segja skipta um lið'' bætti Marko við. Helmut heldur að Vettel sé ekki að fá sama stuðning hjá Ferrari og hann fékk hjá Red Bull. „Sebastian er blíður og góður maður, ekki eins harður og Michael Schumacher eða Fernando Alonso, sem stóðu sig alltaf vel hjá Ferrari''. Samningur Vettel hjá Ferrari er til ársins 2020. Í undanförnum keppnum hefur Þjóðverjinn tapað fyrir unga og efnilega liðsfélaga sínum, Charles Leclerc, og gæti því farið svo að Vettel vilji yfirgefa liðið eftir tímabilið. Það sama gerðist árið 2014, þá kom Daniel Ricciardo í Red Bull liðið sem liðsfélagi Vettel. Ricciardo stóð sig almennt betur en Þjóðverjinn sem leiddi til þess að Sebastian skipti yfir til Ferrari.
Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira