Erfið vika framundan fyrir Sánchez sem reynir enn að mynda ríkisstjórn Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 16:38 Neðri deild þingsins mun fyrst kjósa um það á morgun hvort stuðningur fáist fyrir myndun ríkisstjórnar. Ef það gengur ekki eftir fær Sánchez annað tækifæri á fimmtudag. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Stór vika er framundan fyrir Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtoga Sósíalistaflokksins, sem mun á næstu dögum leitast eftir stuðningi þingsins fyrir myndun ríkisstjórnar. Sánchez fær tvö tækifæri í vikunni til þess að tryggja sér meirihlutann í neðri deild spænska þingsins en hefur enn sem komið er enga tryggingu fyrir því að umboðið fáist. Sósíalistaflokkur hans vann flest þingsæti í kosningum sem fram fóru fyrir þremur mánuðum en náði ekki meirihluta á þinginu. Forsætisráðherrann þarf að tryggja stuðning 176 þingsæta af alls 350, en flokkur hans er með 123 sæti á þinginu. Til þess þarf Sánchez að hljóta stuðning frá vinstri flokknum Podemos og öðrum smærri flokkum. Fregnir hafa borist af því að viðræður Sánchez við Podemos hafi farið vel af stað en ef forsætisráðherrann nær ekki að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins í vikunni eru taldar líkur á því að kallað verði til nýrra þingkosninga. Ef tilraunir Sánchez takast ekki í þessari viku mun hann fá tvo mánuði í viðbót til að semja við aðra flokka áður en Filippus sjötti, konungur Spánar leysir upp þingið og boðar til nýrra kosninga. Þær kosningar yrðu þá þær fjórðu á síðastliðnum fjórum árum. Sánchez tók við embætti forsætisráðherra fyrir um ári síðan þegar forveri hans, íhaldsmaðurinn Mariano Rajoy, stóðst ekki vantrauststillögu í þinginu. Sánchez fór fyrir minnihlutastjórn þangað til í febrúar á þessu ári þegar katalónskir aðskilnaðarsinnar felldu fjárlagafrumvarp hans. Í kjölfarið kallaði hann til kosninga. Spánn Tengdar fréttir Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Stór vika er framundan fyrir Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtoga Sósíalistaflokksins, sem mun á næstu dögum leitast eftir stuðningi þingsins fyrir myndun ríkisstjórnar. Sánchez fær tvö tækifæri í vikunni til þess að tryggja sér meirihlutann í neðri deild spænska þingsins en hefur enn sem komið er enga tryggingu fyrir því að umboðið fáist. Sósíalistaflokkur hans vann flest þingsæti í kosningum sem fram fóru fyrir þremur mánuðum en náði ekki meirihluta á þinginu. Forsætisráðherrann þarf að tryggja stuðning 176 þingsæta af alls 350, en flokkur hans er með 123 sæti á þinginu. Til þess þarf Sánchez að hljóta stuðning frá vinstri flokknum Podemos og öðrum smærri flokkum. Fregnir hafa borist af því að viðræður Sánchez við Podemos hafi farið vel af stað en ef forsætisráðherrann nær ekki að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins í vikunni eru taldar líkur á því að kallað verði til nýrra þingkosninga. Ef tilraunir Sánchez takast ekki í þessari viku mun hann fá tvo mánuði í viðbót til að semja við aðra flokka áður en Filippus sjötti, konungur Spánar leysir upp þingið og boðar til nýrra kosninga. Þær kosningar yrðu þá þær fjórðu á síðastliðnum fjórum árum. Sánchez tók við embætti forsætisráðherra fyrir um ári síðan þegar forveri hans, íhaldsmaðurinn Mariano Rajoy, stóðst ekki vantrauststillögu í þinginu. Sánchez fór fyrir minnihlutastjórn þangað til í febrúar á þessu ári þegar katalónskir aðskilnaðarsinnar felldu fjárlagafrumvarp hans. Í kjölfarið kallaði hann til kosninga.
Spánn Tengdar fréttir Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11
Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33