Viðskipti erlent

Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar

Eiður Þór Árnason skrifar
Kyrrsetningin hefur haft mikil áhrif á bandaríska stórfyrirtækið.
Kyrrsetningin hefur haft mikil áhrif á bandaríska stórfyrirtækið. Vísir/AP
Boeing varaði í dag við því að ef kyrrsetning 737 Max vélanna myndi ílengjast enn frekar gæti flugvélaframleiðandinn neyðst til að draga frekar úr framleiðslu sinni á þotunum eða stoppa hana tímabundið. 737 Max vélar Boeing hafa verið kyrrsettar um heim allan frá því um miðjan mars á þessu ári.

Stjórn fyrirtækisins vonast til þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Boeing tilkynnti í dag ársfjórðungsniðurstöður sínar fyrir annan ársfjórðung og sýndu þær svarta mynd af rekstrinum. Þar var greint frá mesta ársfjórðungstapi í sögu félagsins.

Fyrirtækið hefur verið í miklum vandræðum í kjölfar tveggja alvarlegra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu á síðasta ári, þar sem Boeing 737 Max vélar skullu skyndilega til jarðar og ollu miklu mannfalli.

Í kjölfar slysanna voru allar flugvélar sömu tegundar kyrrsettar um allan heim og hefur sú staða valdið miklum vandræðum fyrir framleiðandann Boeing og flugfélög víða um heim sem fest höfðu kaup á slíkum vélum, þar á meðal Icelandair.


Tengdar fréttir

6,6 milljarða dala högg vegna 737 MAX

Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×