Náttúruperla sem ekki varð námusvæði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 25. júlí 2019 09:00 Í Loðmundarskriðum er aragrúi af tjörnum og mikill gróður og fuglalíf. Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira