Bein útsending: Heimsmeistaramótið í Fortnite Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 15:45 Hinn eftirsótti heimsmeistarabikar í Fortnite. Á myndina vantar þær 360 milljónir króna sem sigurvegarinn í einstaklingsflokki hlýtur. Getty/Steven Ryan Heimsmeistaramótinu í fjölspilunartölvuleiknum Fortnite verður ýtt úr vör í New York í dag. Beina útsendingu frá mótinu má nálgast hér að neðan. Veitt eru formleg verðlaun í tveimur flokkum; tvíliðaleik og einstaklingsflokki. Verðlaunaféð hleypur á milljörðum króna.Keppnin í tvíliðaleik fer fram á morgun, laugardag, og stendur yfir fram á kvöld. Einstaklingskeppnin fer svo fram á sunnudag og verður því heimsins besti Fortnite-spilari krýndur á sunnudagskvöld.Sjá einnig: Fortnite-kappar bítast um hundruð milljóna Formleg dagskrá hefst þó í dag með tveimur dagskrárliðum. Átta, fjögurra manna lið munu fyrst kljást á óhefðbundnum brautum (e. Creative Game Mode) áður en 50 frægir Fortnite-kappar og 50 atvinnumenn leiða saman hesta sína í því sem kallað er Celebrity Pro-Am. Meðal þeirra sem munu leika listir síðar í síðarnefnda dagskrárliðnum eru keppendurnir Ninja og Marshmello, sem og Airwaks og RL Grime. Útsending frá mótinu hefst núna klukkan 16:15 og má fylgjast með henni hér að neðan. Nánar má fræðast um mótið hér. Leikjavísir Rafíþróttir Tengdar fréttir Fortnite-kappar bítast um hundruð milljóna Heimsmeistaramótið í fjölspilunartölvuleiknum Fortnite hefst í New York í dag. 26. júlí 2019 07:13 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í fjölspilunartölvuleiknum Fortnite verður ýtt úr vör í New York í dag. Beina útsendingu frá mótinu má nálgast hér að neðan. Veitt eru formleg verðlaun í tveimur flokkum; tvíliðaleik og einstaklingsflokki. Verðlaunaféð hleypur á milljörðum króna.Keppnin í tvíliðaleik fer fram á morgun, laugardag, og stendur yfir fram á kvöld. Einstaklingskeppnin fer svo fram á sunnudag og verður því heimsins besti Fortnite-spilari krýndur á sunnudagskvöld.Sjá einnig: Fortnite-kappar bítast um hundruð milljóna Formleg dagskrá hefst þó í dag með tveimur dagskrárliðum. Átta, fjögurra manna lið munu fyrst kljást á óhefðbundnum brautum (e. Creative Game Mode) áður en 50 frægir Fortnite-kappar og 50 atvinnumenn leiða saman hesta sína í því sem kallað er Celebrity Pro-Am. Meðal þeirra sem munu leika listir síðar í síðarnefnda dagskrárliðnum eru keppendurnir Ninja og Marshmello, sem og Airwaks og RL Grime. Útsending frá mótinu hefst núna klukkan 16:15 og má fylgjast með henni hér að neðan. Nánar má fræðast um mótið hér.
Leikjavísir Rafíþróttir Tengdar fréttir Fortnite-kappar bítast um hundruð milljóna Heimsmeistaramótið í fjölspilunartölvuleiknum Fortnite hefst í New York í dag. 26. júlí 2019 07:13 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Fortnite-kappar bítast um hundruð milljóna Heimsmeistaramótið í fjölspilunartölvuleiknum Fortnite hefst í New York í dag. 26. júlí 2019 07:13