Hnúðlax farin að veiðast víða Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2019 12:00 Hnúðlax, hrygna sem veiddist í Héðinsfirði í fyrra sumar. Mynd úr safni Sumarið 2017 bar nokkuð á hnúðlaxi í nokkrum ám á landinu og þetta sumar virðist hann vera að koma í enn meiri mæli. Hnúðlax er framandi í Íslensku vatnakerfi og afleiðingar þess að hann sé farinn að hrygna í nokkrum ám er ennþá óljós en talið er að hann sé ágang tegund sem gæti tekið yfir hrygningarstaði annara laxfiska. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að hann veiðist aðeins á neðstu svæðum ánna en undantekning á því er til dæmis efsta svæðið í Soginu á Syðri Brú þar sem í það minnsta tveir slíkir hafa veiðst. Einhverra hluta vegna hefur hann sést meira í ám á norður og austurlandi og getur það verið vegna kaldara vatns í ánum en hann virðist sækja meira í kaldar ár heldur en heitar. Hængarnir eru auðþektir á kryppunni eða hnúðnum sem hann er með og stækkar þegar hann hefur dvalið í ánni en hrygnurnar eru stundum ansi líkar vænum sjóbleikjum og þess vegna ruglast veiðimenn á þeim af og til. Veiðimenn hafa verið hvattir til að sleppa eins miklu af laxi aftur í sumar en það á alls ekki við um hnúðlax, hann má og á að drepa komist hann á færi og senda til Veiðimálastofnunar til greiningar. Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði
Sumarið 2017 bar nokkuð á hnúðlaxi í nokkrum ám á landinu og þetta sumar virðist hann vera að koma í enn meiri mæli. Hnúðlax er framandi í Íslensku vatnakerfi og afleiðingar þess að hann sé farinn að hrygna í nokkrum ám er ennþá óljós en talið er að hann sé ágang tegund sem gæti tekið yfir hrygningarstaði annara laxfiska. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að hann veiðist aðeins á neðstu svæðum ánna en undantekning á því er til dæmis efsta svæðið í Soginu á Syðri Brú þar sem í það minnsta tveir slíkir hafa veiðst. Einhverra hluta vegna hefur hann sést meira í ám á norður og austurlandi og getur það verið vegna kaldara vatns í ánum en hann virðist sækja meira í kaldar ár heldur en heitar. Hængarnir eru auðþektir á kryppunni eða hnúðnum sem hann er með og stækkar þegar hann hefur dvalið í ánni en hrygnurnar eru stundum ansi líkar vænum sjóbleikjum og þess vegna ruglast veiðimenn á þeim af og til. Veiðimenn hafa verið hvattir til að sleppa eins miklu af laxi aftur í sumar en það á alls ekki við um hnúðlax, hann má og á að drepa komist hann á færi og senda til Veiðimálastofnunar til greiningar.
Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði