Hamilton á ráspól eftir hrakfarir Ferrari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2019 14:03 Lewis Hamilton í brautinni vísir/getty Lewis Hamilton verður á ráspól þegar þýski kappaksturinn verður ræstur út í Formúlu 1 á morgun eftir að báðir bílar Ferrari biluðu. Sebastian Vettel vonaðist eftir því að ná árangri á heimavelli sínum, Ferrari hafði náð bestum árangri á æfingum vikunnar og brautin í Hockenheim hefur í sögunni reynst þeim rauðu vel. Vettel náði hins vegar ekki að mæla hring þegar tímatakan hófst vegna bilunar í bílnum. Charles Leclerc var því eftir sem eina von Ferrari að berjast um ráspól, en þegar komið var í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar þá náði hann heldur ekki að setja tíma, aftur vegna bilunar. Leclerc is out of the car He won't be driving in Q3, despite good times all weekend#F1#GermanGPpic.twitter.com/zQWLnmgQe1 — Formula 1 (@F1) July 27, 2019 Eftir stóð að Hamilton og liðsfélagi hans Valtteri Bottas börðust við Max Verstappen um ráspólinn. Heimsmeistarinn Hamilton náði besta tímanum á 1:11,767 mínútum. Verstappen á Red Bull bílnum varð annar og Bottas þriðji. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2008 sem Hamilton nær ráspól á þessari braut. Kappaksturinn á Hockenheimbrautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsending klukkan 12:50.BREAKING: @LewisHamilton takes pole for Sunday's German Grand Prix ahead of Max Verstappen and Valtteri Bottas#F1#GermanGPpic.twitter.com/mdnaqBVK8i — Formula 1 (@F1) July 27, 2019 Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól þegar þýski kappaksturinn verður ræstur út í Formúlu 1 á morgun eftir að báðir bílar Ferrari biluðu. Sebastian Vettel vonaðist eftir því að ná árangri á heimavelli sínum, Ferrari hafði náð bestum árangri á æfingum vikunnar og brautin í Hockenheim hefur í sögunni reynst þeim rauðu vel. Vettel náði hins vegar ekki að mæla hring þegar tímatakan hófst vegna bilunar í bílnum. Charles Leclerc var því eftir sem eina von Ferrari að berjast um ráspól, en þegar komið var í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar þá náði hann heldur ekki að setja tíma, aftur vegna bilunar. Leclerc is out of the car He won't be driving in Q3, despite good times all weekend#F1#GermanGPpic.twitter.com/zQWLnmgQe1 — Formula 1 (@F1) July 27, 2019 Eftir stóð að Hamilton og liðsfélagi hans Valtteri Bottas börðust við Max Verstappen um ráspólinn. Heimsmeistarinn Hamilton náði besta tímanum á 1:11,767 mínútum. Verstappen á Red Bull bílnum varð annar og Bottas þriðji. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2008 sem Hamilton nær ráspól á þessari braut. Kappaksturinn á Hockenheimbrautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsending klukkan 12:50.BREAKING: @LewisHamilton takes pole for Sunday's German Grand Prix ahead of Max Verstappen and Valtteri Bottas#F1#GermanGPpic.twitter.com/mdnaqBVK8i — Formula 1 (@F1) July 27, 2019
Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira