Hvítur hvítur dagur valin best í Króatíu Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 10:42 Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum en það var einróma ákvörðun dómnefndar að velja myndina. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu síðastliðið laugardagskvöld. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum en það var einróma ákvörðun dómnefndar að velja myndina. Dómnefndin sagði myndina takast á við þær tilfinningar sem fylgja ástvinamissa á óvenjulegan hátt. Ljúfsár túlkun á önugum og þunglyndum lögreglumanni snart dómnefndina djúpt sem var einróma í sinni niðurstöðu. Þetta eru þriðju verðlaun myndarinnar en Ingvar vann Louis Roederer Rising Star verðlaunin í Cannes og einnig leikaraverðlaunin á Alþjóðlegu Transilvaníu Kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu. Kvikmyndin Hvítur Hvítur Dagur verður frumsýnd 6.september hér á landi. Myndin segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu síðastliðið laugardagskvöld. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum en það var einróma ákvörðun dómnefndar að velja myndina. Dómnefndin sagði myndina takast á við þær tilfinningar sem fylgja ástvinamissa á óvenjulegan hátt. Ljúfsár túlkun á önugum og þunglyndum lögreglumanni snart dómnefndina djúpt sem var einróma í sinni niðurstöðu. Þetta eru þriðju verðlaun myndarinnar en Ingvar vann Louis Roederer Rising Star verðlaunin í Cannes og einnig leikaraverðlaunin á Alþjóðlegu Transilvaníu Kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu. Kvikmyndin Hvítur Hvítur Dagur verður frumsýnd 6.september hér á landi. Myndin segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira