Hulk öskrar á íslensku Oddur Ævar Gunnarsson og Þórarinn Þórarinsson skrifa 11. júlí 2019 08:15 Bjarni Gautur fagnar útgáfunni með teiknimyndasamkeppni í Spilavinum á Suðurlandsbraut klukkan 12 á laugardaginn. Fréttablaðið/Birna Hinar sívinsælu Marvel-ofurhetjur snúa nú aftur á íslensku eftir áratuga hlé í glænýjum myndasögum sem Bjarni Gautur Eydal gefur út undir merkjum DP-IN, útgáfufyrirtækis sem hann stofnaði gagngert til þess að gera myndasögur úr Marvel-heiminum aðgengilegar ungum lesendum á okkar eldgamla ylhýra. Bjarni segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi viljað gefa krökkum kost á því að geta lesið um uppáhalds ofurhetjurnar sínar á íslensku í stað ensku og bendir á að í „gamla daga“ áður en hann fæddist hafi til dæmis Hulk og Köngulóarmaðurinn verið gefnir út á íslensku. „Í gamla daga, áður en ég og þú fæðumst, þá voru Hulk og Spiderman gefnir út á íslensku. En við erum í fyrsta sinn að fara að gefa sögurnar út í réttri tímaröð og í kiljum,“ segir Bjarni. „Ég hef unnið mikið með krökkum á frístundaheimilum og ég tók eftir því að það eru ekki margir valmöguleikar fyrir lestur. Ég ólst upp í Svíþjóð og ólst upp við að lesa Marvel-myndasögur á sænsku.“ Það eru ekki ómerkari kempur en græni berserkurinn Hulk og stökkbreytta gengið sem kennt er við X-Men sem ríða á íslenskuvaðið í veglegum og hnausþykkum bókum. Köngulóarmaðurinn og fulltrúi okkar á Norðurlöndum, þrumuguðinn Þór, munu fylgja í kjölfarið. „Við ætlum að gefa út bæði gamlar og nýjar. Þetta er svona bæði og, við ætlum að raða þessu upp í réttri tímaröð,“ segir Bjarni.Hér hefst ævintýrið um Hulk þegar Bruce Banner verður fyrir gamma-geislum og verður bókstaflega grænn af reiði. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Hinar sívinsælu Marvel-ofurhetjur snúa nú aftur á íslensku eftir áratuga hlé í glænýjum myndasögum sem Bjarni Gautur Eydal gefur út undir merkjum DP-IN, útgáfufyrirtækis sem hann stofnaði gagngert til þess að gera myndasögur úr Marvel-heiminum aðgengilegar ungum lesendum á okkar eldgamla ylhýra. Bjarni segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi viljað gefa krökkum kost á því að geta lesið um uppáhalds ofurhetjurnar sínar á íslensku í stað ensku og bendir á að í „gamla daga“ áður en hann fæddist hafi til dæmis Hulk og Köngulóarmaðurinn verið gefnir út á íslensku. „Í gamla daga, áður en ég og þú fæðumst, þá voru Hulk og Spiderman gefnir út á íslensku. En við erum í fyrsta sinn að fara að gefa sögurnar út í réttri tímaröð og í kiljum,“ segir Bjarni. „Ég hef unnið mikið með krökkum á frístundaheimilum og ég tók eftir því að það eru ekki margir valmöguleikar fyrir lestur. Ég ólst upp í Svíþjóð og ólst upp við að lesa Marvel-myndasögur á sænsku.“ Það eru ekki ómerkari kempur en græni berserkurinn Hulk og stökkbreytta gengið sem kennt er við X-Men sem ríða á íslenskuvaðið í veglegum og hnausþykkum bókum. Köngulóarmaðurinn og fulltrúi okkar á Norðurlöndum, þrumuguðinn Þór, munu fylgja í kjölfarið. „Við ætlum að gefa út bæði gamlar og nýjar. Þetta er svona bæði og, við ætlum að raða þessu upp í réttri tímaröð,“ segir Bjarni.Hér hefst ævintýrið um Hulk þegar Bruce Banner verður fyrir gamma-geislum og verður bókstaflega grænn af reiði.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira