Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 11. júlí 2019 02:08 Hildur Sif fann gulu peysuna úti í Þýskalandi. Hún tók eftir henni úr fjarska og það var ást við fyrstu sýn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli. Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli.
Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira