Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 11. júlí 2019 02:08 Hildur Sif fann gulu peysuna úti í Þýskalandi. Hún tók eftir henni úr fjarska og það var ást við fyrstu sýn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli. Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli.
Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira