Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2019 09:00 Bárðarbunga í Langá í réttu vatni. Mynd: KL Það sést á vikulegum veiðitölum á vef Landssambands Veiðifélaga að þetta er víðast hvar ansi erfitt sumar í laxveiðinni. Það er afskaplega erfitt ennþá í ánum á vesturlandi og það er engin á nálægt neinu sem heitir eðlilegt sumar þrátt fyrir sögu um sveiflur á alla kanta. Eina árið sem hægt er að bera þetta saman við í tölum er 2014 sem var eins og veiðimenn muna afleitt sumar en þá var að minnsta kosti vatn í ánum á vesturlandinu. Núna er ekkert vatn og i flestar árnar er fiskur að ganga og víða bara ágætt magn. Teljarinn í Langá sýndi að síðustu tvo daga fóru 130 laxar í gegn og sást það vel á torfu af fiski sem liggur í veiðistaðnum Kerstapafljót en hann er ekki mikið að kíkja á flugurnar. Norðausturlandið fer að detta inn af meiri þunga með næsta flóði og það er víst að veiðimenn fylgjast vel með því sem kemur til með að gerast þar því ef það er góður gangur í ánum í þeim landshluta kviknar kannski von að þetta komi til með að braggast annars staðar með hækkandi vatni þegar það loksins einhvern tímann fer að rigna almennilega. Mesta veiðin er ú Urriðafossi en þar hafa veiðst 502 laxar. Eystri Rangá er næst með 405 laxa. Alls hafa tíu ár farið yfir 100 laxa og það er eitthvað sem engin átti von á þegar það styttist í miðjan júlí. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Það sést á vikulegum veiðitölum á vef Landssambands Veiðifélaga að þetta er víðast hvar ansi erfitt sumar í laxveiðinni. Það er afskaplega erfitt ennþá í ánum á vesturlandi og það er engin á nálægt neinu sem heitir eðlilegt sumar þrátt fyrir sögu um sveiflur á alla kanta. Eina árið sem hægt er að bera þetta saman við í tölum er 2014 sem var eins og veiðimenn muna afleitt sumar en þá var að minnsta kosti vatn í ánum á vesturlandinu. Núna er ekkert vatn og i flestar árnar er fiskur að ganga og víða bara ágætt magn. Teljarinn í Langá sýndi að síðustu tvo daga fóru 130 laxar í gegn og sást það vel á torfu af fiski sem liggur í veiðistaðnum Kerstapafljót en hann er ekki mikið að kíkja á flugurnar. Norðausturlandið fer að detta inn af meiri þunga með næsta flóði og það er víst að veiðimenn fylgjast vel með því sem kemur til með að gerast þar því ef það er góður gangur í ánum í þeim landshluta kviknar kannski von að þetta komi til með að braggast annars staðar með hækkandi vatni þegar það loksins einhvern tímann fer að rigna almennilega. Mesta veiðin er ú Urriðafossi en þar hafa veiðst 502 laxar. Eystri Rangá er næst með 405 laxa. Alls hafa tíu ár farið yfir 100 laxa og það er eitthvað sem engin átti von á þegar það styttist í miðjan júlí. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði