Billie Eilish er sautján ára gömul og var því aðeins átta ára þegar Bieber steig fyrst fram á sjónarsviðið. Hún var mikill aðdáandi söngvarans og tjáði sig meðal annars um ást sína á honum í viðtali við Ellen DeGeneres þar sem hún nánast táraðist yfir þeirri staðreynd að söngvarinn hefði byrjað að fylgja henni á Instagram.
Nú hafa þessar stórstjörnur sameinað krafta sína og gáfu þau út nýja útgáfu af hinu geysivinsæla lagi Bad Guy. Myndin sem notuð er við lagið er af ungri Eilish þar sem hún stendur fyrir framan vegg skreyttum með plakötum af Bieber og birti hann myndina á Twitter-síðu sinni og sagðist vera „svo stoltur“ af henni.
So proud of you @billieeilish. Remix https://t.co/hWsu7moxx0pic.twitter.com/za6sDAvjlA
— Justin Bieber (@justinbieber) July 11, 2019
Hér að neðan má hlusta á lagið.